Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu um helgina?

Á ferðalagi | 13. júní 2024

Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu um helgina?

Veðurguðirnir hafa gefið landsmönnum allan pakkann síðustu vikur – sól, snjó og rigningu. Þeir sem ætla að skella sér í útilegu og vilja frekar elta sólina en snjóinn um helgina ættu að stefna á Suðurland, en samkvæmt tjaldvef Bliku verður besta veðrið þar.

Hvar er besta veðrið fyrir tjaldútilegu um helgina?

Á ferðalagi | 13. júní 2024

Á að skella sér í útilegu um helgina?
Á að skella sér í útilegu um helgina? mbl.is/RAX

Veðurguðirn­ir hafa gefið lands­mönn­um all­an pakk­ann síðustu vik­ur – sól, snjó og rign­ingu. Þeir sem ætla að skella sér í úti­legu og vilja frek­ar elta sól­ina en snjó­inn um helg­ina ættu að stefna á Suður­land, en sam­kvæmt tjald­vef Bliku verður besta veðrið þar.

Veðurguðirn­ir hafa gefið lands­mönn­um all­an pakk­ann síðustu vik­ur – sól, snjó og rign­ingu. Þeir sem ætla að skella sér í úti­legu og vilja frek­ar elta sól­ina en snjó­inn um helg­ina ættu að stefna á Suður­land, en sam­kvæmt tjald­vef Bliku verður besta veðrið þar.

Skjól

Besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu Skjól sem er staðsett mitt á milli Gull­foss og Geys­is. Á föstu­dag­inn er bú­ist við að það verði al­skýjað, 14°C og Suð-vest­an 1 m/​s. Á laug­ar­dag­inn á hins veg­ar að vera heiðskírt og bú­ist við að hit­inn fari upp í 17°C og það verði Vest­an 2 m/​s. Á sunnu­dag­inn er bú­ist við að það verði skýjað, 16°C og Norð-vest­an 6 m/​s.

Á tjaldsvæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, þráðlausu neti og sturtu gegn gjaldi. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu á milli Gullfoss og …
Besta veðrinu er spáð á tjaldsvæðinu á milli Gull­foss og Geys­is. Ljós­mynd/​Uti­legu­kortid.is

Skafta­fell

Í Skafta­felli er von á að það verði askýjað alla helg­ina, en þar er þó bú­ist við stilltu veðri og fínu hita­stigi. Á föstu­dag­inn er spáð 13 °C og Vest­an 1 m/​s, á laug­ar­dag­inn er bú­ist við að hit­inn fari upp í 16°C og það verði Suð-vest­an 1 m/​s. Á sunnu­dag­inn er bú­ist við 10°C og Sunn­an 1 m/​s.

Tjaldsvæðið í Skafta­felli er opið all­an árs­ins hring, en þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjaldrjálsri sturtu og þvotta­vél. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Skaftafell er mikil náttúruperla.
Skafta­fell er mik­il nátt­úruperla. Ljós­mynd/​Brynj­ar Gauti

Flúðir

Á Flúðum er bú­ist við að sól­in láti sjá sig og reiknað með fínu veðri um helg­ina. Á föstu­dag­inn er bú­ist við að það verði al­skýjað, 13°C og Suð-vest­an 2 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er von á að sól­in láti sjá sig, en þá er bú­ist við að það verði létt­skýjað, 17°C og Suð-vest­an 3 m/​s. Á sunnu­dag­inn er svo reiknað með því að það verði skýjað, 16°C og Norð-vest­an 5 m/​s.

Tjaldsvæðið er staðsett við bakka Litlu Laxár á Flúðum. Þar er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsri sturtu og þvotta­vél. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu. 

Í gegnum árin hefur tjaldsvæðið á Flúðum verið vinsælt meðal …
Í gegn­um árin hef­ur tjaldsvæðið á Flúðum verið vin­sælt meðal ferðamanna. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Skóga­foss

Um helg­ina er einnig spáð fínu veðri á tjaldsvæðinu við Skóga­foss und­ir Eyja­fjöll­um. Á föstu­dag­inn er reiknað með að það verði skýjað, 12°C og Sunn­an 5 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er hins veg­ar von á heiðskíru veðri, 12°C og Suð-vest­an 2 m/​s. Á sunnu­dag­inn er bú­ist við því að það verði skýjað, en þá á hit­inn að fara upp í 18°C og reiknað með Norð-vest­an 5 m/​s.

Á tjaldsvæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni og gjald­skyldri sturtu. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Ekki amalegt að vakna með útsýni yfir einn fegursta foss …
Ekki ama­legt að vakna með út­sýni yfir einn feg­ursta foss lands­ins! Ljós­mynd/​Tjalda.is

Hell­is­hól­ar

Á Hell­is­hól­um í Fljóts­hlíð er einnig spáð mildu og góðu veðri um helg­ina. Á föstu­dag­inn er bú­ist við að það verði skýjað, 13°C og Vest­an 3 m/​s. Á laug­ar­dag­inn er hins veg­ar reiknað með að það verði létt­skýjað, 16°C og Suð-vest­an 4 m/​s. Á sunnu­dag­inn er svo spáð að það verði skýjað, en þá á hit­inn að fara upp í 17°C og bú­ist við Norð-vest­an 6 m/​s.

Á tjaldsvæðinu er aðgengi að köldu og heitu vatni, raf­magni, gjald­frjálsi sturtu, þvotta­vél og þráðlausu neti. Þá eru hund­ar leyfðir á svæðinu.

Það er nóg af afþreyingu í boði við tjaldsvæðið.
Það er nóg af afþrey­ingu í boði við tjaldsvæðið. Ljós­mynd/​Hell­is­hol­ar.is
mbl.is