Kishida sendi síðbúnar kveðjur til Höllu

Forsetakosningar 2024 | 13. júní 2024

Kishida sendi síðbúnar kveðjur til Höllu

Kishida Fumio, forsætisráðherra Japans, sendi í gær síðbúnar hamingjuóskir til Höllu Tómasdóttur, næsta forseta Íslands.

Kishida sendi síðbúnar kveðjur til Höllu

Forsetakosningar 2024 | 13. júní 2024

Kishida Fumio, forsætisráðherra Japans, sendi Höllu Tómasdóttur kveðju.
Kishida Fumio, forsætisráðherra Japans, sendi Höllu Tómasdóttur kveðju. Samsett mynd/AFP/mbl.is/Brynjólfur Löve

Kis­hida Fumio, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, sendi í gær síðbún­ar ham­ingjuósk­ir til Höllu Tóm­as­dótt­ur, næsta for­seta Íslands.

Kis­hida Fumio, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, sendi í gær síðbún­ar ham­ingjuósk­ir til Höllu Tóm­as­dótt­ur, næsta for­seta Íslands.

Eins og kunn­ugt er varð Halla kjör­in for­seti Íslands í kosn­ing­un­um 1. júní.

Kis­hida óskaði Höllu til ham­ingju með kjörið í bréfi til for­set­ans verðandi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyti Jap­ans. 

Styrkja tengsl enn frek­ar

Þar seg­ir að hann hafi tjáð vilja sinn til þess að styrkja enn frek­ar tengsl Jap­ans við Norður­lönd­in. 

Hann vilji sér­stak­lega auka sam­starf við Ísland með því að „viðhalda og styrkja hið frjálsa og opna sam­band ríkj­anna,“ að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is