Hagnaður samstæðu Samherja hf. var á síðasta ári 8,7 milljarðar króna sem er nokkur samdráttur frá árinu 2022 þegar hagnaðurinn var tæplega 14,4 milljarðar króna. Samdráttinn má að miklu leiti rekja til breytinga í starfsemi félagsins sem skipt var upp 2022.
Hagnaður samstæðu Samherja hf. var á síðasta ári 8,7 milljarðar króna sem er nokkur samdráttur frá árinu 2022 þegar hagnaðurinn var tæplega 14,4 milljarðar króna. Samdráttinn má að miklu leiti rekja til breytinga í starfsemi félagsins sem skipt var upp 2022.
Hagnaður samstæðu Samherja hf. var á síðasta ári 8,7 milljarðar króna sem er nokkur samdráttur frá árinu 2022 þegar hagnaðurinn var tæplega 14,4 milljarðar króna. Samdráttinn má að miklu leiti rekja til breytinga í starfsemi félagsins sem skipt var upp 2022.
Í færslu á vef Samherja um ársreikning félagsins, sem samþykktur var á aðalfundi 11. júní, kemur fram að töluverðar breytingar hafa verið gerðar á efnahagsreikningi Samherja hf. á undanförnum árum og var 2023 fyrsta heila rekstrarárið þar sem starfsemi samstæðunnar nær einungis til veiða, vinnslu, landeldi og sölu sjávarafurða.
Á aðalfundinum var tekin ákvörðun um greiðslu arðs til hluthafa sem nemur 9% af hagnaði ársins.
Á síðasta ári var rekstrarhagnaður Samherja hf. 8,1 milljarður og var hann nánast óbreyttur í erlendri mynt, en félagið gerir upp í evrum..
Seldi Samherji afurðir fyrir 62,5 milljarða króna árið 2023 og jukust sölutekjur vegna afurða um 10% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 11,1 milljörðum króna og jókst um 6,7% frá árinu á undan í uppgjörsmynt félagsins.
„Tekjur af áhrifum hlutdeildarfélaga námu rúmlega 3 milljörðum króna. Tekjur vegna hlutdeildarfélaga lækka milli ára sem skýrist af tekjufærslu á árinu 2022 vegna breytinga á eignarhlutum í hlutdeildarfélögum það ár,“ segir í færslunni.
Eignir Samherja í árslok 2023 eru í ársreikningi sagðar hafa numið 109,7 milljörðum króna og var eigið fé 80 milljarðar. Þá var eiginfjárhlutfallið 72,9% en 74% í árslok 2022.
Unnin voru 722 ársverk hjá samstæðunni í fyrra en þau voru 686 árið 2022, en launagreiðslur 2023 voru samanlagt 9,4 milljarðar króna.
Stærsta fjárfesting Samherja á síðasta ári var stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöð dótturfélagsins Samherja Fiskeldi ehf. í Öxarfirði. Um er að ræða fjögurra milljarða króna fjárfestingu.
„Í Silfurstjörnunni verða framleidd um þrjú þúsund tonn af laxi á landi. Sú þekking og reynsla sem hefur byggst upp við rekstur stöðvarinnar mun nýtast í fyrirhugaðri landeldisstöð Samherja fiskeldis á Reykjanesi,“ segir í færslunni.
„Rekstur Samherja gekk vel á síðasta ári og efnahagur félagsins er sterkur, eins og ársreikningurinn sýnir glögglega. Á árinu stóðum við frammi fyrir ýmsum áskorunum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að hafa mætt þeim með útsjónarsemi og dugnaði,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í færslunni.
„Til að bregðast við skertum aflaheimildum í þorski á undanförnum árum höfum við lagt aukna áherslu á vinnslu afurða úr ýsu og ufsa með góðum árangri. Náttúruöflin minntu rækilega á sig á síðari hluta ársins þegar jarðhræringar hófust á Reykjanesi sem leiddu til þess að Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín. Þessi atburðarás hafði eðlilega bæði bein og óbein áhrif á starfsemi Samherja fiskeldis ehf. Á árinu 2023 fögnuðum við 40 ára afmæli Samherja í núverandi mynd og ég get ekki annað en verið bjartsýnn á framtíðina.“