MeToo-aðgerðasinni í fimm ára fangelsi

MeT­oo - #Ég líka | 14. júní 2024

MeToo-aðgerðasinni í fimm ára fangelsi

Kínverskur aðgerðasinni og blaðamaður sem tók virkan þátt í MeToo-herferðinni hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi.

MeToo-aðgerðasinni í fimm ára fangelsi

MeT­oo - #Ég líka | 14. júní 2024

Sophia Huang Xueqin hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi.
Sophia Huang Xueqin hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi. AFP

Kín­versk­ur aðgerðasinni og blaðamaður sem tók virk­an þátt í MeT­oo-her­ferðinni hef­ur verið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi.

Kín­versk­ur aðgerðasinni og blaðamaður sem tók virk­an þátt í MeT­oo-her­ferðinni hef­ur verið dæmd­ur í fimm ára fang­elsi.

Sophia Huang Xu­eq­in var hand­tek­in ásamt verka­lýðsaðgerðasinn­an­um, Wang Ji­an­bing, á flug­velli árið 2021 en rétt­ar­höld yfir þeim hóf­ust ekki fyrr en í sept­em­ber á síðasta ári.

Segja þau hafi þolað 1.000 daga ein­angr­un

Stuðnings­menn þeirra segja að þau hafi bæði þurft að þola næst­um 1.000 daga ein­angr­un meðan á gæslu­v­arðhaldi þeirra stóð.

Xu­eq­in og Ji­an­bing voru dæmd fyr­ir niðurrif gegn rík­inu. Þó hafa kín­versk yf­ir­völd ekki út­skýrt ákær­una frek­ar.

BBC grein­ir frá því að Xu­eq­in hafi verið dæmd í fimm ára fang­elsi en Ji­an­bing í þriggja og hálfs árs fang­elsi.

Stuðnings­menn pars­ins segja einnig að þau hafi í raun og veru verið hand­tek­in fyr­ir að halda reglu­lega fundi og ráðstefn­ur fyr­ir ungt fólk til þess að ræða sam­fé­lags­mál­efni.

Upp­lifði kven­fyr­ir­litn­ingu sem blaðamaður

Blaðamaður­inn, sem er 36 ára göm­ul, hafði greint frá sög­um um þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is og tjáði sig einnig um kven­fyr­ir­litn­ing­una sem hún hafði upp­lifað á kín­versk­um frétta­stof­um.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal hafa kallað dóm­ana „ill­gjarna og al­gjör­lega ástæðulausa.“

Xu­eq­in var áður hand­tek­in af kín­versku lög­regl­unni árið 2019.

mbl.is