3.300 MW í vinnslu fyrir vindorkuna

Rammaáætlun | 15. júní 2024

3.300 MW í vinnslu fyrir vindorkuna

Fyrir verkefnastjórn rammaáætlunar liggja nú 30 umsóknir um vindorkugarða. Samanlögð fyrirhuguð orkuvinnslugeta garðanna er um 3.300 MW. Búið er að samþykkja tvo á vegum Landsvirkjunar, við Búrfell og Blöndu, sem munu skila 220 MW.

3.300 MW í vinnslu fyrir vindorkuna

Rammaáætlun | 15. júní 2024

Franska orkufyrirtækið Qair er eitt þeirra fyrirtækja sem þróa nú …
Franska orkufyrirtækið Qair er eitt þeirra fyrirtækja sem þróa nú og undirbúa vindorkugarða víða um land. mbl.is/RAX

Fyr­ir verk­efna­stjórn ramm­a­áætl­un­ar liggja nú 30 um­sókn­ir um vindorkug­arða. Sam­an­lögð fyr­ir­huguð orku­vinnslu­geta garðanna er um 3.300 MW. Búið er að samþykkja tvo á veg­um Lands­virkj­un­ar, við Búr­fell og Blöndu, sem munu skila 220 MW.

Fyr­ir verk­efna­stjórn ramm­a­áætl­un­ar liggja nú 30 um­sókn­ir um vindorkug­arða. Sam­an­lögð fyr­ir­huguð orku­vinnslu­geta garðanna er um 3.300 MW. Búið er að samþykkja tvo á veg­um Lands­virkj­un­ar, við Búr­fell og Blöndu, sem munu skila 220 MW.

Franska orku­fyr­ir­tækið Qair er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem þróa nú og und­ir­búa vindorkug­arða víða um land.

Lögð er áhersla á svæði sem eru ör­ugg gagn­vart elds­um­brot­um en meira en helm­ing­ur orku­bú­skap­ar lands­ins er á Reykja­nes­hryggn­um og á Þjórsár-Tungna­ár­svæðinu.

Um­sókn­ar­ferlið er sein­legt og fyr­ir­tækið bíður nú af­greiðslu ramm­a­áætl­un­ar um að eitt­hvað af þeim svæðum sem þeir eru með í þróun kom­ist í nýt­ing­ar­flokk.

Þjóðarör­ygg­is­mál

Ásgeir Mar­geirs­son, stjórn­ar­formaður Qair Ísland, seg­ir að horfa verði til virkj­un­ar­kosta á ör­ugg­ari landsvæðum og fljót­leg­asta leiðin sé sú að hleypa vindork­unni að.

„Svo ég tali hreint út: Af hverju vill fólk friða vatns­föll­in í Skagaf­irði þar sem ekki er eld­virkni? Af hverju nýt­um við ekki orku­kost­ina utan eld­virka belt­is­ins?

Við þekkj­um virkj­un­ar­sögu Kröflu og elds­um­brot­anna þar. Nú erum við stödd í stöðugum eld­gos­um á Reykja­nesi. Það er þjóðarör­ygg­is­mál að heim­ila virkj­an­ir utan þeirra svæða sem við nú treyst­um á.“

Til­laga til ráðherra í haust

Jón Geir Pét­urs­son, formaður verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar, seg­ir að um­sókn um leyfi fyr­ir vindorkug­arða hefj­ist með því að sótt er um til Orku­stofn­un­ar, sem skil­grein­ir um­sókn­ina og set­ur fram gagn­kröf­ur.

Verk­efn­is­stjórn­in meti nú 10 vindorku­kosti og geri ráð fyr­ir því að skila til­lögu til ráðherra í ág­úst eða sept­em­ber.

Meira má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is