Fólk almennt sátt með kjör Höllu

Forsetakosningar 2024 | 15. júní 2024

Fólk almennt sátt með kjör Höllu

Almenn sátt virðist ríkja á meðal landsmanna um kjör Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Fólk almennt sátt með kjör Höllu

Forsetakosningar 2024 | 15. júní 2024

Halla Tómasdóttir með börnum sínum, Tómasi Bjarti og Auði Ínu.
Halla Tómasdóttir með börnum sínum, Tómasi Bjarti og Auði Ínu. mbl.isKristinn Magnússon

Al­menn sátt virðist ríkja á meðal lands­manna um kjör Höllu Tóm­as­dótt­ur sem for­seta Íslands sam­kvæmt nýj­um þjóðar­púlsi Gallup.

Al­menn sátt virðist ríkja á meðal lands­manna um kjör Höllu Tóm­as­dótt­ur sem for­seta Íslands sam­kvæmt nýj­um þjóðar­púlsi Gallup.

Ríf­lega helm­ing­ur þeirra sem svöruðu sagðist mjög eða að öllu leyti sátt­ur við kjör Höllu í embættið og nærri tveir af hver­um tíu eru frek­ar sátt­ir. Rúm­lega 8% eru frek­ar ósátt­ir og tæp­lega 6% eru mjög eða öllu leyti ósátt­ir.

Fyr­ir utan þau sem kusu Höllu eru þau sem kusu Katrínu Jak­obs­dótt­ur og Höllu Hrund Loga­dótt­ur lík­leg­ust til að vera sátt með kjör Höllu Tóm­as­dótt­ur. Kjós­end­ur Jóns Gn­arr voru lík­leg­ast­ir til að vera ósátt­ir með kjörið.

Kon­ur eru aðeins sátt­ari við kjör Höllu en karl­ar en ekki mæl­ist töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur eft­ir öðrum bak­grunns­breyt­um eins og aldri, bú­setu, mennt­un, tekj­um eða eft­ir því hvar fólk stend­ur í stjórn­mál­um, held­ur virðist al­menn sátt þvert á hópa sam­fé­lags­ins.

Rúm­lega 30% gerði upp hug sinn á kjör­dag

Rúm­lega 30% svar­enda sögðust hafa ákveðið sig á kjör­dag þegir þeir voru spurðir hvenær þeir hefðu tekið ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa og 11% gerðu upp hug sinn dag­inn fyr­ir kjör­dag. Yngra fólk var al­mennt lík­lega til að ákveða sig seinna en eldra fólk.

Þrjú af hverj­um fjór­um sem kusu Höllu Tóm­as­dótt­ur sögðust hafa ákveðið sig inn­an við viku fyr­ir kjör­dag en helm­ing­ur kjós­enda Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur gerði upp hug sinn þrem­ur vik­um fyr­ir kjör­dag.

Niður­stöðurn­ar eru úr net­könn­um sem Gallup gerði dag­ana 5.-10. júní. Heild­ar­úr­tak­stærð var 1.749 og var þátt­töku­hlut­fallið 49,9%.

mbl.is