Opinbera kyn þriðja barnsins

Meðganga | 15. júní 2024

Opinbera kyn þriðja barnsins

Sarah Stevenson, sem heldur úti vinsælu Youtuve-rásinni Sarah's Day, greindi frá því í síðasta mánuði að hún ætti von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, ljósmyndaranum Kurt Tilse.

Opinbera kyn þriðja barnsins

Meðganga | 15. júní 2024

Sarah Stevenson, betur þekkt undir nafninu Sarah's Day, á von …
Sarah Stevenson, betur þekkt undir nafninu Sarah's Day, á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Kurt Tilse. Skjáskot/Instagram

Sarah Steven­son, sem held­ur úti vin­sælu Youtu­ve-rás­inni Sara­h's Day, greindi frá því í síðasta mánuði að hún ætti von á sínu þriðja barni með eig­in­manni sín­um, ljós­mynd­ar­an­um Kurt Til­se.

Sarah Steven­son, sem held­ur úti vin­sælu Youtu­ve-rás­inni Sara­h's Day, greindi frá því í síðasta mánuði að hún ætti von á sínu þriðja barni með eig­in­manni sín­um, ljós­mynd­ar­an­um Kurt Til­se.

Nú hafa hjón­in op­in­berað kyn barns­ins, en fyr­ir eiga þau tvo drengi, Fox Oce­an sem er fimm ára og Malakai Koa sem er tveggja ára. Þau til­kynntu kynið í mynd­bandi á Youtu­be þar sem þau skera í köku með hvítu kremi ásamt bláu og bleiku skrauti. 

Þegar skorið er í kök­una kem­ur í ljós blátt krem sem gef­ur til kynna að þau eigi von á dreng. „Ég hef sagt þetta síðan ég var sjö ára og ég trúi því varla enn ... ég er strákamamma,“ sagði Steven­son eft­ir að hafa séð bláa kremið. 

Með yfir 2,7 millj­ón­ir fylgj­enda þvert á miðla sína

Steven­son stofnaði Youtu­be-rás sína fyr­ir tíu árum síðan og er í dag með yfir 1,5 millj­ón fylgj­end­ur á rás­inn og yfir 1,2 millj­ón fylgj­end­ur á In­sta­gram. Á miðlun­um deil­ir hún lífstíls- og heilsu­tengdu efni og gef­ur inn­sýn í líf fjöl­skyld­unn­ar sem er bú­sett í Ástr­al­íu. 

Sam­hliða því hef­ur Steven­son einnig gefið út mat­reiðslu­for­rit, mat­reiðslu­bók, æf­inga­plön og nokkr­ar sam­starfs­lín­ur af æf­ingafatnaði með White Fox Bot­ique.

mbl.is