Sundlaugin hálfgert fjölskyldufyrirtæki

Ferðumst innanlands | 16. júní 2024

Sundlaugin hálfgert fjölskyldufyrirtæki

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri í Dalborg og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð, býr á Eskifirði með manni sínum og tveimur börnum. Þórdís er uppfull af góðum hugmyndum um hvernig hægt er að gera sér glaðan dag með börnum á svæðinu.

Sundlaugin hálfgert fjölskyldufyrirtæki

Ferðumst innanlands | 16. júní 2024

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir býr á Eskifirði með fjölskyldu sinni. Hér …
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir býr á Eskifirði með fjölskyldu sinni. Hér er hún ásamt börnum sínum þeim Magnúsi Goða og Emmu Kristínu Ljósmynd/Aðsend

Þór­dís Mjöll Bene­dikts­dótt­ir, leik­skóla­stjóri í Dal­borg og bæj­ar­full­trúi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Fjarðabyggð, býr á Eskif­irði með manni sín­um og tveim­ur börn­um. Þór­dís er upp­full af góðum hug­mynd­um um hvernig hægt er að gera sér glaðan dag með börn­um á svæðinu.

Þór­dís Mjöll Bene­dikts­dótt­ir, leik­skóla­stjóri í Dal­borg og bæj­ar­full­trúi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Fjarðabyggð, býr á Eskif­irði með manni sín­um og tveim­ur börn­um. Þór­dís er upp­full af góðum hug­mynd­um um hvernig hægt er að gera sér glaðan dag með börn­um á svæðinu.

„Ég bý á Eskif­irði, ein­um af sjö bæj­ar­kjörn­um sveit­ar­fé­lags­ins Fjarðabyggðar. Að mínu mati er frá­bært að búa á Eskif­irði, börn­in eru ör­ugg í sínu nærum­hverfi og stutt í þá afþrey­ingu sem ég sæk­ist eft­ir,“ seg­ir Þór­dís um lífið á Eskif­irði.

Hvernig er full­kom­inn dag­ur í Fjarðabyggð?

„Hinn full­komni vetr­ar­dag­ur í Fjarðabyggð er að vakna í ró­leg­heit­um með fjöl­skyld­unni, út­búa nesti og halda upp í Oddsk­arð með börn­un­um, eft­ir skíðin er síðan haldið í sund­laug­ina á Eskif­irði og dag­ur­inn endaður í sunnu­dags­matn­um hjá for­eldr­um mín­um. Á sumr­in er það golf á ein­hverj­um af golf­völl­un­um þrem­ur í Fjarðabyggð og að sjálf­sögðu endað í heita pott­in­um og svo í grill á pall­in­um hjá mömmu.“

Þórdís mælir með Eskifirði á veturna sem og á sumrin. …
Þór­dís mæl­ir með Eskif­irði á vet­urna sem og á sumr­in. Hér eru börn­in á sleða en fjöl­skyld­unni finnst líka gam­an að fara á skíði. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er skemmti­legt að gera með börn­um á svæðinu?

„Það er margt skemmti­legt hægt að gera með börn­un­um sem kost­ar lít­inn pen­ing, skíðasvæðið er frá­bært, sund­laug­arn­ar á Eskif­irði og í Nes­kaupstað eru góðar með góðum renni­braut­um. Einnig er æðis­legt að keyra út fjörðinn með nesti og fara í óvissu­ferð í ein­hverja fjör­una, þar sem börn­in geta eytt deg­in­um í æv­in­týra­leit.“

Fjaran við Mjóeyri er skemmtilegur staður fyrir börn.
Fjar­an við Mjó­eyri er skemmti­leg­ur staður fyr­ir börn. Ljós­mynd/​Aðsend

Áttu upp­á­halds­sund­laug á svæðinu og af hverju?

„Af öðrum sund­laug­um ólöstuðum þá er sund­laug­in hér á Eskif­irði mín upp­á­halds­sund­laug, fyr­ir utan hvað fjalla­sýn­in er æðis­leg hef­ur sund­laug­in í gegn­um tíðina verið hálf­gert fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki þar sem bróðir minn er for­stöðumaður, móðir mín hef­ur unnið þar til fjölda ára, afi minn var for­stöðumaður í gömlu sund­laug­inni til margra ára og flest­ir fjöl­skyldumeðlim­irn­ir hafa unnið þar á ein­hverj­um tíma­punkti.“

Áttu upp­á­halds­nátt­úruperlu og af hverju?

„Hólma­borg­in á alltaf sér­stak­an sess hjá mér, góður göngu­túr þar sem stutt er í fjör­una og smá klif­ur fyr­ir þá sem það vilja.“

Hvar fær maður besta mat­inn í Fjarðabyggð?

„Besti mat­ur­inn í Fjarðabyggð er heima­gerður mat­ur að hætti Maríu Há­kon­ar­dótt­ur móður minn­ar, ann­ars er Beitu­skúr­inn í Nes­kaupstað og Rand­ulf­fs­sjó­húsið með mjög góðan mat yfir sum­ar­tím­ann.“

Hvert fer fjöl­skyld­an í úti­leg­ur?

„Við fjöl­skyld­an höf­um ekki verið mikið í úti­leg­um en við gerðum eina til­raun síðasta sum­ar til tjaldúti­legu í Ásbyrgi í frá­bæru veðri, mæli með tjaldsvæðinu þar með börn þó okk­ar börn hafi átt erfitt með kóngu­lærn­ar í tjald­inu.“

Hef­ur þú farið í skemmti­leg­ar göng­ur á svæðinu?

„Um þess­ar mund­ir eru bestu göngu­túr­arn­ir farn­ir með börn­un­um og þá er gengið út göt­una og farið upp göngu­stíg­inn sem ligg­ur upp hlíðina, bæði er hægt að ganga út Svína­skála­hlíðina og út fjörðinn eða inn fjörðinn og koma út á gamla Norðfjarðar­veg­inn upp í Oddsk­arðið.“

Eruð þið búin að skipu­leggja sum­ar­fríið?

„Við höf­um ekk­ert skipu­lagt nema að við ætl­um að vera fyr­ir norðan um versl­un­ar­manna­helg­ina, en við mun­um ferðast eitt­hvað inn­an­lands með börn­in og golf­sett­in, kíkja í heim­sókn til ætt­ingja og njóta lífs­ins.“

Hólmaborgin er í uppáhaldi hjá Þórdísi.
Hólma­borg­in er í upp­á­haldi hjá Þór­dísi. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is