Verður „Havaí Evrópu“ nýja uppáhaldseyja Íslendinga?

Fjallganga | 16. júní 2024

Verður „Havaí Evrópu“ nýja uppáhaldseyja Íslendinga?

Portúgalska eyjan Madeira hefur vakið sérstaka athygli að undanförnu, en hún er gjarnan kölluð „Havaí Evrópu“ eða „Blómaeyjan“ og stendur sannarlega undir nafni. Nýverið hélt blaðamaður ferðavefs mbl.is í ferðalag þangað og upplifði töfra eyjunnar frá hinum ýmsu sjónarhornum, en það er óhætt að segja að Madeira hafi komið skemmtilega á óvart. 

Verður „Havaí Evrópu“ nýja uppáhaldseyja Íslendinga?

Fjallganga | 16. júní 2024

Madeira er falin perla sem ætti að falla vel í …
Madeira er falin perla sem ætti að falla vel í kramið hjá ferða- og sólþyrstum Íslendingum. Samsett mynd

Portú­galska eyj­an Madeira hef­ur vakið sér­staka at­hygli að und­an­förnu, en hún er gjarn­an kölluð „Havaí Evr­ópu“ eða „Blóma­eyj­an“ og stend­ur sann­ar­lega und­ir nafni. Ný­verið hélt blaðamaður ferðavefs mbl.is í ferðalag þangað og upp­lifði töfra eyj­unn­ar frá hinum ýmsu sjón­ar­horn­um, en það er óhætt að segja að Madeira hafi komið skemmti­lega á óvart. 

Portú­galska eyj­an Madeira hef­ur vakið sér­staka at­hygli að und­an­förnu, en hún er gjarn­an kölluð „Havaí Evr­ópu“ eða „Blóma­eyj­an“ og stend­ur sann­ar­lega und­ir nafni. Ný­verið hélt blaðamaður ferðavefs mbl.is í ferðalag þangað og upp­lifði töfra eyj­unn­ar frá hinum ýmsu sjón­ar­horn­um, en það er óhætt að segja að Madeira hafi komið skemmti­lega á óvart. 

Eyj­an er sann­kölluð para­dís fyr­ir nátt­úru­unn­end­ur og úti­vistar­fólk, en hún býður upp á allt sem okk­ur Íslend­inga dreym­ir um – sól, hlýju, ró­legra „tempó“ og fjöl­breytta afþrey­ingu. Madeira er því til­val­inn áfangastaður fyr­ir þá sem eru komn­ir með leið á því að sitja á am­er­ísku strönd­inni á upp­á­halds­eyju Íslend­inga, Teneri­fe, og lang­ar að upp­lifa eitt­hvað al­veg nýtt og ferskt.

Eyjan er þekkt fyrir fallegt landslag, mikla gróðursæld og milt …
Eyj­an er þekkt fyr­ir fal­legt lands­lag, mikla gróður­sæld og milt veðurfar. mbl.is/​Irja Grön­dal

Eyja á allt öðru „tempói“

Madeira er ekki bara para­dís fyr­ir nátt­úru­unn­end­ur og úti­vistar­fólk, held­ur líka fyr­ir þá sem vilja hlaða batte­rí­in og slaka á í sól­ríku og fal­legu um­hverfi þar sem töfr­andi út­sýni blas­ir við hvert sem litið er. Mik­il gróður­sæld, stór­brotið lands­lag og milt veðurfar ein­kenn­ir eyj­una sem er um 741 fer­kíló­metr­ar að stærð. 

Eyj­an er staðsett um 520 kíló­metra und­an vest­ur­strönd Norður-Afr­íku og um 400 kíló­metra norður af Kana­ríeyj­um. Portú­gal­ar upp­götvuðu eyj­una árið 1418 og dreg­ur hún nafn sitt af lár­viðar­skógi sem þakti eyj­una og er í dag á heims­minja­skrá UNESCO, en „madeira“ þýðir „viður“ á portú­gölsku.

Nafn eyjunnar er dregið af lárviðarskógi sem þakti eyjuna þegar …
Nafn eyj­unn­ar er dregið af lár­viðar­skógi sem þakti eyj­una þegar Portúgal­ir upp­götvuðu hana árið 1418. mbl.is/​Irja Grön­dal

Um leið og stigið er út úr flug­vél­inni á Crist­anio Ronaldo alþjóðaflug­vell­in­um á Madeira er eins og maður sé kom­inn inn í ann­an heim. Í gróður­sælli fjalls­hlíð má sjá und­ur­fög­ur hús inn­an um suðræn­an gróður, en það er ekki oft sem feg­urðin blas­ir við strax á flug­vell­in­um. Á sama tíma hell­ist yfir mann þetta nota­lega and­rúms­loft og ró, en lífið á eyj­unni virðist vera á allt öðrum hraða en við erum vön. 

Við suður­strönd eyj­unn­ar er höfuðborg­in Funchal sem er þekkt fyr­ir sögu­leg­an sjarma, und­urfagra garða og töfr­andi út­sýni yfir Atlants­hafið. Stein­lagðar stétt­ir borg­ar­inn­ar hafa verið hand­lagðar og mikið lagt upp úr smá­atriðum, en borg­in er afar snyrti­leg og sjarmer­andi.

Höfuðborgin stendur við suðurströnd eyjunnar og býr yfir miklum sjarma.
Höfuðborg­in stend­ur við suður­strönd eyj­unn­ar og býr yfir mikl­um sjarma. mbl.is/​Irja Grön­dal
Lífið virðist vera á allt öðrum hraða á Madeira en …
Lífið virðist vera á allt öðrum hraða á Madeira en við erum vön. mbl.is/​Irja Grön­dal

Heill­andi bænda­markaður og 130 ára kex­verk­smiðja

Í Funchal er margt spenn­andi að gera og sjá. Í gamla borg­ar­hlut­an­um stend­ur bænda­markaður­inn Merca­do dos Lavra­dor­es upp úr, en helm­ing­ur markaðar­ins er fisk­markaður en þar er einnig í boði mikið af fersku græn­meti og ávöxt­um, blóm­um og þurrkuðum jurt­um svo eitt­hvað sé nefnt. Það er skemmti­leg upp­lif­un að ganga í gegn­um markaðinn þar sem er mikið líf.

Það er auðvelt að eyða löngum tíma á bændamarkaðinum sem …
Það er auðvelt að eyða löng­um tíma á bænda­markaðinum sem iðar af lífi. mbl.is/​Irja Grön­dal

Þrátt fyr­ir að heil­mikið líf sé í Funchal er merki­legt hve af­slappað og ljúft and­rúms­loftið þar er. Á rölti um borg­ina var komið við í Fá­brica Santo António sem var stofnuð árið 1893 og er fyrsta smá­köku- og kex­verk­smiðjan á svæðinu. Fyr­ir utan hinar frægu smá­kök­ur er einnig boðið upp á Madeira syk­ur­reyr- og hun­angs­köku, hand­gert sæl­gæti, mar­melaði, ávaxta­sult­ur, möndl­ur og margt fleira. 

Eft­ir að hafa skoðað borg­ina var ferðinni heitið upp í hlíðar eyj­unn­ar með kláf. Útsýnið á leiðinni var stór­kost­legt, en þar sér maður fag­ur­græn­ar og gróður­sæl­ar brekk­ur með fal­leg­um bygg­ing­um mæta djúp­bláu Atlants­haf­inu þar sem hvít­ar skút­ur spóka sig um. 

Það er skemmtileg upplifun að horfa yfir borgina úr kláfinum.
Það er skemmti­leg upp­lif­un að horfa yfir borg­ina úr kláf­in­um. mbl.is/​Irja Grön­dal

Þegar komið er úr kláf­in­um er ómiss­andi að heim­sækja Monte Palace Tropical Garden þar sem fram­andi flóra, dýra­líf og list gleður augað. Í garðinum eru um 100 þúsund plöntu­teg­und­ir frá öll­um heims­horn­um ásamt spenn­andi söfn­um sem gam­an er að ganga í gegn­um, en þeir sem eru á heilsu­vagn­in­um munu ef­laust líka vera hrifn­ir af því hve auðvelt er að safna skref­um með því að rölta um garðinn!

Í garðinum má sjá mikla fegurð í formi gróðurs, dýralífs …
Í garðinum má sjá mikla feg­urð í formi gróðurs, dýra­lífs og list­ar. mbl.is/​Irja Grön­dal
Mikil litadýrð einkennir garðinn!
Mik­il lita­dýrð ein­kenn­ir garðinn! mbl.is/​Irja Grön­dal

Mekka úti­vist­ar­unn­enda

Eins og fram hef­ur komið er Madeira mekka úti­vist­ar­unn­enda, en þar er vin­sælt að stunda hina ýmsu úti­vist – allt frá því að fara á brimbretti og í köf­un yfir í jeppa­ferðir, fjall­göng­ur, hjóla­ferðir og klif­ur. Það besta er að all­ir ættu að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi þegar kem­ur að afþrey­ingu og úti­vist.

Madeira er mekka útivistarunnenda og hefur upp á margt að …
Madeira er mekka úti­vist­ar­unn­enda og hef­ur upp á margt að bjóða. mbl.is/​Irja Grön­dal

Það er ógleym­an­leg upp­lif­un að fara í jeppa­ferð og keyra upp á þriðja hæsta tind eyj­unn­ar, Pico de Ariero, sem er í um 1.818 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Sjón­arspilið á toppn­um er engu líkt, enda ekki á hverj­um degi sem maður horf­ir yfir ótrú­lega fjallat­inda gægj­ast upp fyr­ir ský­in.

Útsýnið frá toppnum er ógleymanlegt.
Útsýnið frá toppn­um er ógleym­an­legt. mbl.is/​Irja Grön­dal

Fjallagarp­ar sem eru minna fyr­ir að sitja í bíl, jafn­vel þó það sé gull­fal­leg­ur Land Rover Def­end­er eða Disco­very, munu held­ur ekki verða von­svikn­ir því það er líka vin­sælt að ganga upp fjallið þar sem ótal göngu­leiðir leiða ferðalanga á magnaða út­sýn­is­staði. 

Útsýnið á leiðinni er ekki síður fallegt, og ekki skemmir …
Útsýnið á leiðinni er ekki síður fal­legt, og ekki skemm­ir Land Rover­inn fyr­ir! mbl.is/​Irja Grön­dal
Göngugarpar munu ekki verða fyrir vonbrigðum á eyjunni.
Göngugarp­ar munu ekki verða fyr­ir von­brigðum á eyj­unni. mbl.is/​Irja Grön­dal

Þegar búið var að dáðst að eyj­unni frá þriðja hæsta toppi henn­ar, úr kláfn­um, miðborg­inni og hinum skrúðuga Monte Palace Tropical Garden var komið að því að virða eyj­una fyr­ir sér frá allt öðru­vísi sjón­ar­horni.

Ferðinni var heitið á bryggj­una þar sem hvít skúta beið eft­ir að sigla frá fag­ur­blá­um og tær­um Funchal-flóa meðfram eyj­unni, en í sigl­ing­unni sér maður mis­mun­andi svæði og fjöl­breyti­leika eyj­unn­ar í nýju ljósi.

Mikil fegurð blasti við þegar horft var yfir eyjuna frá …
Mik­il feg­urð blasti við þegar horft var yfir eyj­una frá skút­unni. mbl.is/​Irja Grön­dal
Það var ljúft að kæla sig í tærum sjónum í …
Það var ljúft að kæla sig í tær­um sjón­um í miðri sigl­ingu. mbl.is/​Irja Grön­dal

„Veðrið er bless­un okk­ar“

Það eru því ótal ástæður fyr­ir því að Madeira ætti að falla vel í kramið hjá ferða- og sólþyrst­um Íslend­ing­um, enda býður hún upp á milt og sól­ríkt veðurfar all­an árs­ins hring.

Það er ein eft­ir­minni­leg setn­ing sem kom frá heima­manni sem var að fræða ferðalanga um eyj­una í upp­hafi ferðar­inn­ar, og það var: „The we­ather is our bless­ing“ eða „veðrið er bless­un okk­ar“ – orð sem vekja strax áhuga og hljóma sér­stak­lega ljúf í eyr­um Íslend­inga eft­ir lang­an og kald­an vet­ur.

Útsýni yfir Funchal-flóa frá Monte Palace Tropical Garden.
Útsýni yfir Funchal-flóa frá Monte Palace Tropical Garden. mbl.is/​Irja Grön­dal
Veðrið leikur við íbúa eyjunnar allan ársins hring.
Veðrið leik­ur við íbúa eyj­unn­ar all­an árs­ins hring. mbl.is/​Irja Grön­dal

Rús­ín­an í pylsu­end­an­um kom svo óvænt á flug­velli eyj­unn­ar þegar ferðinni var heitið heim. Það er alltaf erfitt að kveðja sól­ina, en það er sér­stak­lega erfitt þegar maður hef­ur fylgst með sjó­komu og hagl­éli geysa yfir landið í byrj­un júní. 

Þá var afar nota­legt að geta notið síðustu sól­ar­geisl­anna á svöl­um flug­vall­ar­ins, en í stað þess að þurfa að sitja inni og bíða óþreyju­full­ur eft­ir flug­inu geta farþegar borðað og sólað sig á svöl­un­um með fal­legu út­sýni upp grósku­mikl­ar hlíðar eyj­unn­ar. Þar er hægt að fylgj­ast með flug­vél­um í flug­taki og lend­ingu, sem ger­ir sjón­arspilið enn skemmti­legra. Þess má geta að í haust mun Play hefja beint flug til eyj­unn­ar fögru.

Útsýnið frá flugvellinum var ekki af verri endanum!
Útsýnið frá flug­vell­in­um var ekki af verri end­an­um! mbl.is/​Irja Grön­dal
mbl.is