Skjálftavirknin hefur tífaldast

Hofsjökull | 17. júní 2024

Skjálftavirknin hefur tífaldast

Skjálftavirkni í Hofsjökli hefur tífaldast á aðeins nokkrum árum. Ljóst þykir að megineldstöðin, ein sú tilkomumesta á landinu, er að vakna til lífsins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hefur ekki gosið þar frá landnámi og jafnvel aðeins fimm sinnum á síðustu tíu þúsund árum.

Skjálftavirknin hefur tífaldast

Hofsjökull | 17. júní 2024

Hofsjökull.
Hofsjökull. mbl.is/Sigurður Bogi

Skjálfta­virkni í Hofs­jökli hef­ur tí­fald­ast á aðeins nokkr­um árum. Ljóst þykir að meg­in­eld­stöðin, ein sú til­komu­mesta á land­inu, er að vakna til lífs­ins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hef­ur ekki gosið þar frá land­námi og jafn­vel aðeins fimm sinn­um á síðustu tíu þúsund árum.

Skjálfta­virkni í Hofs­jökli hef­ur tí­fald­ast á aðeins nokkr­um árum. Ljóst þykir að meg­in­eld­stöðin, ein sú til­komu­mesta á land­inu, er að vakna til lífs­ins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hef­ur ekki gosið þar frá land­námi og jafn­vel aðeins fimm sinn­um á síðustu tíu þúsund árum.

Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us við jarðvís­inda­deild Há­skóla Íslands, grein­ir frá þessu í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann seg­ir virkn­ina hafa tekið að aukast upp úr ár­inu 2020.

„Það er mjög greini­legt að það hef­ur orðið næst­um tvö­föld­un á ári í fjölda skjálfta og skjálfta­virkn­inni eins og hún mæl­ist,“ seg­ir Páll.

Eðli jök­uls­ins lengi dulist mönn­um

Hofs­jök­ull er um 1.800 metra hár og rís upp af miðhá­lend­inu, um 35 til 40 kíló­metr­ar að þver­máli. Nokk­ur stór­fljót má rekja til jök­uls­ins, þar á meðal Þjórsá, Hvítá, Blöndu og Héraðsvötn.

Fjallað er um eld­stöðina í bók­inni Nátt­úru­vá á Íslandi: Eld­gos og jarðskjálft­ar frá ár­inu 2013. Þar seg­ir að eðli jök­uls­ins hafi lengi dulist mönn­um, enda hafi eld­virkn­inn­ar ekki orðið vart í árþúsund­ir. Það hafi svo ekki verið fyrr en upp úr ár­inu 1970 sem vís­inda­menn áttuðu sig á því að und­ir ísn­um leynd­ist gríðar­mik­il gosa­skja.

„Þetta er virk eld­stöð en senni­lega með þeim allra löt­ustu af þeim eld­stöðvum sem eru virk­ar á Íslandi. Það eru eng­in stór gos þekkt úr þess­ari eld­stöð, en nokk­ur smá­hraun hafa runnið síðan á ís­öld,“ seg­ir Páll meðal ann­ars. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is