Varð ólétt eftir Tinder-stefnumót með giftum manni

Meðganga | 17. júní 2024

Varð ólétt eftir Tinder-stefnumót með giftum manni

Laura Wyford er einstæð bresk móðir sem á von á sínu öðru barni eftir stutt ástarsamband með manni sem hún kynntist á stefnumótaforritinu Tinder í september síðastliðnum. Hún deildi ótrúlegri sögu sinni, í viðtali við The Sun, þar sem hún sagði frá því hvernig hún komst að því að maðurinn væri giftur.

Varð ólétt eftir Tinder-stefnumót með giftum manni

Meðganga | 17. júní 2024

Einstæð móðir varð ófrísk á Tinder-stefnumóti en komst síðar að …
Einstæð móðir varð ófrísk á Tinder-stefnumóti en komst síðar að því að maðurinn væri giftur. Samsett mynd

Laura Wy­ford er ein­stæð bresk móðir sem á von á sínu öðru barni eft­ir stutt ástar­sam­band með manni sem hún kynnt­ist á stefnu­móta­for­rit­inu Tind­er í sept­em­ber síðastliðnum. Hún deildi ótrú­legri sögu sinni, í viðtali við The Sun, þar sem hún sagði frá því hvernig hún komst að því að maður­inn væri gift­ur.

Laura Wy­ford er ein­stæð bresk móðir sem á von á sínu öðru barni eft­ir stutt ástar­sam­band með manni sem hún kynnt­ist á stefnu­móta­for­rit­inu Tind­er í sept­em­ber síðastliðnum. Hún deildi ótrú­legri sögu sinni, í viðtali við The Sun, þar sem hún sagði frá því hvernig hún komst að því að maður­inn væri gift­ur.

Kon­an seg­ir að hún og dul­ar­fulli Tind­er-maður­inn hafi smollið sam­an frá byrj­un en þau fóru á nokk­ur vel heppnuð stefnu­mót. Sum stefnu­mót­anna gengu svo vel að tur­tildúf­urn­ar áttu það til að enda í íbúð manns­ins til að njóta róm­an­tískr­ar kvöld­stund­ar sam­an. 

Hins veg­ar slokknaði neist­inn hjá þeim eft­ir aðeins nokkr­ar vik­ur og þau fóru hvort í sína átt­ina. Það var ekki fyrr en þrem­ur mánuðum seinna sem kon­an komst að því að hún væri ólétt. Hún tók strax upp sím­ann og fljót­lega kom í ljós að eng­in leið var að ná í mann­inn þar sem hann hafði breytt síma­núm­eri sínu og hunsaði öll skila­boð á sam­fé­lags­miðlum.

Kon­an tók þá til sinna ráða og fór heim til manns­ins. Henni brá þegar undr­andi par tók á móti henni í dyra­gætt­inni. Þetta var þá Airbnb-íbúð sem maður­inn hafði leigt fyr­ir róm­an­tísku kvöld­stund­irn­ar þeirra sam­an. „Það var bók­staf­lega eng­in önn­ur leið fyr­ir mig til að ná sam­bandi við hann, þannig að ég ákvað að ganga með barnið,“ seg­ir kon­an

Fékk Face­book-skila­boð frá eig­in­kon­unni

Nokkr­um mánuðum seinna fékk hún Face­book-skila­boð frá eig­in­konu dul­ar­fulla Tind­er-manns­ins sem vildi bjóða henni á kaffi­hús til að spjalla. „Ég ít­rekaði að ég hafði ekki hug­mynd um hana og þeirra hjóna­band en ég var sam­mála að við yrðum að kom­ast til botns í þessu.“

Þegar kon­urn­ar loks­ins hitt­ust kom í ljós að börn­in þeirra voru í sama bekk í skóla. Eig­in­kon­an varð hins veg­ar brjáluð þegar hún komst af því að maður­inn henn­ar ætti von á barni með ann­arri konu. 

Kon­an var nú þegar stödd í mar­tröð þegar grunn­skóli dótt­ur henn­ar hafði sam­band nokkr­um dög­um seinna og til­kynnti henni um að dótt­ir­in hafi verið lögð í einelti í skól­an­um. Hún átti þó aldrei von á að ger­and­inn væri son­ur Tind­er-manns­ins en eig­in­kon­an hafði vilj­andi sagt drengn­um að koma illa fram við bekkjar­syst­ur sína.

Maður­inn hef­ur haft sam­band við Wy­ford og vill vera hluti af lífi barns­ins sem þau eiga von á sam­an en hún á skilj­an­lega erfitt með að treysta hon­um þar sem hann vill enn þá búa með eig­in­kon­unni. 

The Sun

mbl.is