Í hvað fer skjátími barnsins þíns?

Föndur og afþreying | 18. júní 2024

Í hvað fer skjátími barnsins þíns?

Talmeinafræðingarnir Eyrún Rakel Agnarsdóttir, Anna Lísa Benediktsdóttir og Ágústa Guðjónsdóttir halda úti Instagram-reikningnum Töfratal þar sem þær deila fræðsluefni um málþroska og lestur barna. 

Í hvað fer skjátími barnsins þíns?

Föndur og afþreying | 18. júní 2024

Vöndum valið!
Vöndum valið! Ljósmynd/Unsplash/Brooke Cagle

Talmeinafræðingarnir Eyrún Rakel Agnarsdóttir, Anna Lísa Benediktsdóttir og Ágústa Guðjónsdóttir halda úti Instagram-reikningnum Töfratal þar sem þær deila fræðsluefni um málþroska og lestur barna. 

Talmeinafræðingarnir Eyrún Rakel Agnarsdóttir, Anna Lísa Benediktsdóttir og Ágústa Guðjónsdóttir halda úti Instagram-reikningnum Töfratal þar sem þær deila fræðsluefni um málþroska og lestur barna. 

Þar birtu þær færslu um skjátíma barna sem hefur verið heitt umræðuefni síðustu ár og bentu á mikilvægi þess að vanda valið þegar kemur að því hvaða efni börnin okkar horfa á. 

„Það er hægt að nýta skjátímann í margt sniðugt og skemmtilegt! Það er þó gott að hafa eftirfarandi í huga ... Veljum vandað efni fyrir börnin okkar ... á íslensku!!

Það er orðið afar algengt að íslensk börn horfi á barnaefni á ensku. Þau eru fljót að læra einfalda frasa, t.d. litina, tölurnar o.fl. á ensku og mörgum þykir það krúttlegt. Stundum er það jafnvel þannig að börnin kunna orð og frasa á ensku en ekki á íslensku. Slík þróun er varhugaverð því hún þýðir einfaldlega að börnin læra ensku á kostnað íslenskunnar. 

Vöndum valið þegar kemur að skjátíma barna. Það er mikið til af íslensku barnaefni! Munum að við stjórnum og berum ábyrgð á því sem börnin horfa á,“ útskýra þær í færslunni og benda á að hægt sé að nálgast íslenskt barnaefni og íslenska talsetningu víða, en þær benda á efni eins og Skoppu og Skrítlu, Latabæ, Blæju, Lilla tígur, Smástund, Greppikló og Elías. 

View this post on Instagram

A post shared by TÖFRATAL ✨ (@tofratal)

mbl.is