Skiptu milli sín 72% af makrílstofninum

Makrílveiðar | 20. júní 2024

Skiptu milli sín 72% af makrílstofninum

Fulltrúar Færeyja, Noregs og Bretlands undirrituðu síðastliðinn mánudag þríhliða samning um makrílveiðar sínar á vertíð sumarsins. Í samningnum samþykkja ríkin veiðiheimildir hvert annars og eru samanlagðar heimildir sem ríkin munu úthluta til sinna skipa 531.129 tonn, sem er 71,8% af þeim 739 þúsund tonnum sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að verði hámarksafli veiðanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Skiptu milli sín 72% af makrílstofninum

Makrílveiðar | 20. júní 2024

Færeyingar, Norðmenn og Bretar hyggjast veiða 531 þúsund tonn af …
Færeyingar, Norðmenn og Bretar hyggjast veiða 531 þúsund tonn af makríl í sumar. Ísland og Evrópusambandið eru utan samningsins. mbl.is/Árni Sæberg

Full­trú­ar Fær­eyja, Nor­egs og Bret­lands und­ir­rituðu síðastliðinn mánu­dag þríhliða samn­ing um mak­ríl­veiðar sín­ar á vertíð sum­ars­ins. Í samn­ingn­um samþykkja rík­in veiðiheim­ild­ir hvert ann­ars og eru sam­an­lagðar heim­ild­ir sem rík­in munu út­hluta til sinna skipa 531.129 tonn, sem er 71,8% af þeim 739 þúsund tonn­um sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur lagt til að verði há­marks­afli veiðanna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Full­trú­ar Fær­eyja, Nor­egs og Bret­lands und­ir­rituðu síðastliðinn mánu­dag þríhliða samn­ing um mak­ríl­veiðar sín­ar á vertíð sum­ars­ins. Í samn­ingn­um samþykkja rík­in veiðiheim­ild­ir hvert ann­ars og eru sam­an­lagðar heim­ild­ir sem rík­in munu út­hluta til sinna skipa 531.129 tonn, sem er 71,8% af þeim 739 þúsund tonn­um sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur lagt til að verði há­marks­afli veiðanna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Ísland, Evr­ópu­sam­bandið og Rúss­land eru ekki aðilar að sam­komu­lag­inu og gefa sjálf­stætt út sína kvóta á grund­velli þeirr­ar hlut­deild­ar sem gert er til­kall til. Hef­ur Ísland út­hlutað 120 þúsund tonn­um til ís­lenskra út­gerða, sem er 16,3% af ráðgjöf­inni.

Í þríhliða samn­ingn­um má lesa að kvót­inn sem fell­ur í hlut Norðmanna er 229 þúsund tonn eða sem nem­ur 31% af ráðgjöf ICES, en Bret­ar fá 27,48% í sinn hlut, alls rúm 203 þúsund tonn, og Fær­ey­ing­ar fá tæp 99 þúsund tonn eða sem nem­ur 13,35% af ráðgjöf­inni.

Áfram­hald­andi sam­starf

Þríhliða samn­ing­ur ríkj­anna ger­ir ráð fyr­ir að Fær­eyj­ar og Nor­eg­ur út­hluti mak­ríl­kvóta til sinna skipa árin 2025 og 2026 í sama hlut­falli af ráðgjöf ICES og gert er vegna mak­ríl­vertíðar­inn­ar á þessu ári. Bret­land mun hins veg­ar auka hlut­deild sína smá­vægi­lega, í 27,83%.

Fari svo að enn hafi ekki tek­ist að ná samn­ingi um mak­ríl­veiðarn­ar sem nær til allra strand­ríkja árið 2026 mun sam­komu­lagið halda áfram óbreytt nema ríki dragi sig úr því með árs fyr­ir­vara.

Þá segj­ast samn­ingsaðilar opn­ir fyr­ir því að fleiri ríki ger­ist aðilar að sam­komu­lag­inu. Þykir það þó nokkuð ólík­legt þar sem Nor­eg­ur hef­ur ekki fall­ist á kröfu Íslands um 16,3% hlut­deild í veiðunum.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is

Bret­land fær greiðslur

Sam­hliða þríhliða samn­ingn­um hafa rík­in þrjú gert tví­hliða samn­inga milli sín um aðgengi að lög­sög­um hvert ann­ars. Í samn­ingi Nor­egs og Bret­lands kem­ur fram að norsk skip fá að veiða meira en helm­ing af mak­ríl­kvóta sín­um í breskri lög­sögu eða 123.330 tonn. Fyr­ir þessa heim­ild yf­ir­fær­ir Nor­eg­ur 23.660 tonn af kvóta sín­um til Bret­lands, þó með því skil­yrði að Bret­ar veiði þann afla í eig­in lög­sögu.

Sams kon­ar sam­komu­lag hafa Fær­eyj­ar gert við Bret­land og fá fær­eysk skip að veiða allt að 31 þúsund tonn í breskri lög­sögu gegn því að 9.982 tonn af mak­ríl­kvóta Fær­eyja fær­ist til Bret­lands. Auk þess gerðu Fær­eyj­ar samn­ing við Nor­eg um að fær­eysk skip fái að sækja rúm­lega 35 þúsund tonn af mak­ríl í norskri lög­sögu.

Með viðbót­arkvót­an­um hef­ur Bret­land 236.853 tonn til út­hlut­un­ar til sinna skipa sem er þá tæp­lega 32% af ráðgjöf á meðan Nor­eg­ur sit­ur eft­ir með tæp 28% og Fær­eyj­ar með 12% hlut.

Sæt­ir gagn­rýni

Þessi aðferðafræði Nor­egs og Fær­eyja, að greiða Bret­um fyr­ir aðgang að lög­sög­unni, hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni, sér­stak­lega af hálfu út­gerðarmanna í Evr­ópu­sam­band­inu. Hafa yf­ir­völd í Fær­eyj­um og Nor­egi verið sökuð um að vís­vit­andi auka hlut­deild sína í mak­ríln­um í þeim til­gangi að geta fært Bret­um að gjöf gegn veiðum í lög­sögu þeirra.

Kölluðu sam­tök evr­ópskra út­gerða (Europeche) á síðasta ári eft­ir þving­un­araðgerðum gegn Fær­eyj­um og Nor­egi vegna hátt­semi þeirra.

mbl.is