Strætómiðinn dýrari eftir mánaðamót

Kjaraviðræður | 20. júní 2024

Strætómiðinn dýrari eftir mánaðamót

Farmiðinn í Strætó á höfuðborgarsvæðinu verður um 3% dýrari eftir mánaðamót og mun því líklega kosta um 650 krónur, frekar en 630 krónur. Seinast hækkuðu far­gjöld í janúar.

Strætómiðinn dýrari eftir mánaðamót

Kjaraviðræður | 20. júní 2024

Hækkunin er í takt við vísitölu neysluverðs.
Hækkunin er í takt við vísitölu neysluverðs. mbl.is/Hari

Farmiðinn í Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu verður um 3% dýr­ari eft­ir mánaðamót og mun því lík­lega kosta um 650 krón­ur, frek­ar en 630 krón­ur. Sein­ast hækkuðu far­gjöld í janú­ar.

Farmiðinn í Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu verður um 3% dýr­ari eft­ir mánaðamót og mun því lík­lega kosta um 650 krón­ur, frek­ar en 630 krón­ur. Sein­ast hækkuðu far­gjöld í janú­ar.

Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs., staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. Gert er ráð fyr­ir að 1. júlí hækki gjald­skrá.

Far­gjald Strætó bs. er hækkað tvisvar á ári og hækk­un­in er hluti af reglu­bund­inni gjald­skrár­hækk­un sem teng­ist vísi­tölu neyslu­verðs. Frek­ari upp­lýs­ing­ar um gjald­skrár­hækk­an­ir munu að öll­um lík­ind­um liggja fyr­ir er nær dreg­ur.

Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að vísi­tölu­hækk­un­in nemi um 3,3% og má því gera ráð fyr­ir að full­orðinsmiðinn muni kosta um 650 krón­ur eft­ir þann 1. júlí, en í dag kost­ar miðinn full­orðna um 630 krón­ur.

Átti ekki að halda aft­ur af gjald­skrár­hækk­un­um?

Í nýja stöðug­leika­samn­ingn­um er ákvæði um að ríki og sveit­ar­fé­lög skuld­bindi sig til þess að draga úr gjald­skrár­hækk­un­um.

Flest­ir kjara­samn­ing­ar sem und­ir­ritaðir hafa verið í Karp­hús­inu í ár byggja á þess­um samn­ingi. En byggðasam­lagið á aft­ur á móti eft­ir að skrifa und­ir nýj­an kjara­samn­ing.

Var eng­in umræða að þið mynduð sleppa þess­ari hækk­un, m.t.t. nýrra kjara­samn­inga?

„Við erum ekki enn búin að gera kjara­samn­inga við okk­ar fé­lag [stétt­ar­fé­lagið Sam­eyki],“ svar­ar Jó­hann­es.

„En við höf­um bara markað þessa stefnu að taka vísi­tölu­hækk­an­ir til þess að halda í við. Því við erum langt und­ir launaþró­un­inni okk­ar.“

mbl.is