Eiginmaðurinn vildi upplifa það að vera með óléttukúlu

Frægir fjölga sér | 22. júní 2024

Eiginmaðurinn vildi upplifa það að vera með óléttukúlu

Leikkonan og dansarinn Peta Murgatroyd er gengin 36 vikur með sitt þriðja barn og er því heldur betur farin að finna fyrir óléttukúlunni. Eiginmaður hennar, dansarinn Maksim Chmerkovskiy, hefur að sjálfsögðu stutt vel við hana í gegnum alla meðgönguna til þessa. Það hefur hann meðal annars gert með því að vefja utan um sig appelsínum sem „brjóst“ og  vatnsmelónu sem „óléttukúlu“ til að skilja betur hvað Murgatroyd er að ganga í gegnum.

Eiginmaðurinn vildi upplifa það að vera með óléttukúlu

Frægir fjölga sér | 22. júní 2024

Danshjónin Maksim Chmerkovskiy og Peta Murgatroyd.
Danshjónin Maksim Chmerkovskiy og Peta Murgatroyd. Samsett mynd

Leik­kon­an og dans­ar­inn Peta Murgatroyd er geng­in 36 vik­ur með sitt þriðja barn og er því held­ur bet­ur far­in að finna fyr­ir óléttu­kúl­unni. Eig­inmaður henn­ar, dans­ar­inn Maksim Ch­merkovskiy, hef­ur að sjálf­sögðu stutt vel við hana í gegn­um alla meðgöng­una til þessa. Það hef­ur hann meðal ann­ars gert með því að vefja utan um sig app­el­sín­um sem „brjóst“ og  vatns­mel­ónu sem „óléttu­kúlu“ til að skilja bet­ur hvað Murgatroyd er að ganga í gegn­um.

Leik­kon­an og dans­ar­inn Peta Murgatroyd er geng­in 36 vik­ur með sitt þriðja barn og er því held­ur bet­ur far­in að finna fyr­ir óléttu­kúl­unni. Eig­inmaður henn­ar, dans­ar­inn Maksim Ch­merkovskiy, hef­ur að sjálf­sögðu stutt vel við hana í gegn­um alla meðgöng­una til þessa. Það hef­ur hann meðal ann­ars gert með því að vefja utan um sig app­el­sín­um sem „brjóst“ og  vatns­mel­ónu sem „óléttu­kúlu“ til að skilja bet­ur hvað Murgatroyd er að ganga í gegn­um.

Murgatroyd seg­ir að Ch­merkovskiy sé far­inn að gera þetta nokkuð oft til að sýna henni stuðning en uppá­tækið hef­ur einnig vakið mikla kátínu á meðal barn­anna á heim­il­inu. 

Á dög­un­um deildi Ch­merkovskiy skemmti­legu mynd­bandi á In­sta­gram-síðu sinni þar sem hann tók nokk­ur dans­spor með stóra vatns­mel­ónu og tvær app­el­sín­ur vafðar utan um sig með plastrúllu. Við mynd­bandið skrifaði Ch­merkovskiy að hann hafi verið feg­in að losa sig við alla þungu ávext­ina um leið og mynd­bands­upp­tök­unni lauk en þetta var hans frum­raun í að ganga með „óléttu­kúlu.“ 

Hjón­in kynnt­ust á æf­ing­um fyr­ir Broadway-sýn­ing­una Burn The Floor árið 2009 og gengu í það heil­aga árið 2017. Einnig gerðu þau bæði garðinn fræg­an í frá­bærri inn­komu sinni í banda­rísku sjón­varpsþátt­un­um Danc­ing With The Stars.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Maksim Ch­merkovskiy (@maksimc)

Page six

mbl.is