Hvaða matvæli á að forðast á meðgöngu?

Meðganga | 23. júní 2024

Hvaða matvæli á að forðast á meðgöngu?

Á meðgöngu er mikilvægt að huga að góðri næringu, en hún stuðlar að vexti og þroska barnsins í móðurkviði og leggur grunninn að heilbrigði barnsins síðar á ævinni. 

Hvaða matvæli á að forðast á meðgöngu?

Meðganga | 23. júní 2024

Ekki er mælt með því að ófrískar konur neyti hrárra …
Ekki er mælt með því að ófrískar konur neyti hrárra eggja sem má til dæmis finna í hráu kökudeigi. Samsett mynd

Á meðgöngu er mikilvægt að huga að góðri næringu, en hún stuðlar að vexti og þroska barnsins í móðurkviði og leggur grunninn að heilbrigði barnsins síðar á ævinni. 

Á meðgöngu er mikilvægt að huga að góðri næringu, en hún stuðlar að vexti og þroska barnsins í móðurkviði og leggur grunninn að heilbrigði barnsins síðar á ævinni. 

Samkvæmt ráðleggingum á vef Heilsuveru þurfa barnshafandi konur ekki sérfæði heldur á venjulegur matur, fjölbreyttur og hollur samkvæmt ráðleggingum, að fullnægja bæði þörfum barnsins og móðurinnar. 

Það eru þó fáeinar undantekningar á þessu, en mælt er með því að barnshafandi konur forðist ákveðin matvæli á meðgöngunni.

Matvæli sem barnshafandi konum er ráðlagt að neyta ekki á meðgöngu:

  • Hrár fiskur, t.d. grafinn fiskur, kaldreyktur fiskur, sushi með fiski, súrsaður hvalur og hákarl. 
  • Þorskalifur
  • Sverðfiskur
  • Stórlúða
  • Hráar baunaspírur
  • Ógerilsneydd mjólk og ostar eða aðrar mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk
  • Hrátt kjöt
  • Hrá egg
  • Fýll og fýlsegg

Fæðutegundir sem barnshafandi konum er ráðlagt að neyta í hófi og ekki oftar en einu sinni í viku:

  • Túnafisksteik
  • Búri
  • Niðursoðinn túnfiskur
  • Svartfulsegg
  • Hrefnukjöt
mbl.is