Stórfelld netárás á kerfi Árvakurs

Netárás á Árvakur | 23. júní 2024

Stórfelld netárás á kerfi Árvakurs

Stórfelld netárás hefur verið gerð á tölvukerfi Árvakurs. Á bak við árásina standa að því er virðist rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta.

Stórfelld netárás á kerfi Árvakurs

Netárás á Árvakur | 23. júní 2024

Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar.
Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Stór­felld netárás hef­ur verið gerð á tölvu­kerfi Árvak­urs. Á bak við árás­ina standa að því er virðist rúss­nesk glæpa­sam­tök tölvuþrjóta.

Stór­felld netárás hef­ur verið gerð á tölvu­kerfi Árvak­urs. Á bak við árás­ina standa að því er virðist rúss­nesk glæpa­sam­tök tölvuþrjóta.

Árás­ar­inn­ar varð vart upp úr há­degi í dag. Í kjöl­farið var tek­in ákvörðun um að slökkva á kerf­um Árvak­urs.

Fyr­ir vikið hef­ur frétta­vef­ur mbl.is legið niðri og sömu­leiðis út­send­ing­ar út­varps­rás­anna K100 og Retro.

Unnið er að því að meta áhrif og um­fang þess­ar­ar árás­ar og fá henni hrundið.

Frétta­vef­ur mbl.is er nú orðinn virk­ur að hluta á ný.

Upp­fært: Útsend­ing­ar K100 eru einnig hafn­ar að nýju.

mbl.is