Endurkoma eftir alvarlegt slys og varð meistari

Hjólreiðar | 24. júní 2024

Endurkoma eftir alvarlegt slys og varð meistari

Kristín Edda Sveinsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í ólympískum fjallahjólreiðum. Þetta var endurkoma hennar eftir þriggja ára fjarveru í greininni eftir að hafa slasast alvarlega árið 2021.

Endurkoma eftir alvarlegt slys og varð meistari

Hjólreiðar | 24. júní 2024

Kristín Edda Sveinsdóttir varð Íslandsmeistari um helgina.
Kristín Edda Sveinsdóttir varð Íslandsmeistari um helgina. Ljósmynd/Anton Gunnarsson

Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir varð um helg­ina Íslands­meist­ari kvenna í ólymp­ísk­um fjalla­hjól­reiðum. Þetta var end­ur­koma henn­ar eft­ir þriggja ára fjar­veru í grein­inni eft­ir að hafa slasast al­var­lega árið 2021.

Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir varð um helg­ina Íslands­meist­ari kvenna í ólymp­ísk­um fjalla­hjól­reiðum. Þetta var end­ur­koma henn­ar eft­ir þriggja ára fjar­veru í grein­inni eft­ir að hafa slasast al­var­lega árið 2021.

„Ég var drullu­hrædd við braut­ina,“ seg­ir Krist­ín Edda, um braut­ina á Íslands­mót­inu á laug­ar­dag­inn í sam­tali við mbl.is.

Spurð út í und­ir­bún­ing­inn fyr­ir keppn­ina seg­ir Krist­ín að hún hafi verið að æfa sig að hjóla braut­ina í tvær vik­ur fyr­ir keppn­ina en að hún hafi ann­ars bara verið í götu­hjól­reiðum síðan hún slasaðist fyr­ir þrem­ur árum. „Ég er pínu ryðguð í tækn­inni og svona af því ég hef ekk­ert keppt í fjalla­hjól­um í þrjú ár út af því að ég fékk al­var­legt höfuðhögg 2021.“

„Ekk­ert svo viss um að ég myndi keppa“

„Ég var ekk­ert svo viss um að ég myndi keppa af því ég var svo hrædd við braut­ina og ég bjóst alls ekki við þessu. Það bara eitt og sér að geta hjólað braut­ina og klárað keppn­ina var sig­ur út af því ég hef ekk­ert náð að hjóla. Þannig ég var bara ótrú­lega ánægð með þetta,“ seg­ir hún, spurð hvort hún hafi bú­ist við því að sigra í keppn­inni.

Hún var með það mark­mið fyr­ir keppn­ina að kom­ast fyrst inn í fyrstu beygj­una, sem henni tókst, en eft­ir það náði hún smá bili sem jókst með hverj­um hring.

Krist­ín seg­ist vera al­veg bólg­in á báðum hnjám eft­ir þetta og að síðan keppn­inni lauk hafi hún bara verið að kæla og hvíla sig.

„Það vant­ar alltaf kon­ur“

Spurð hvernig framtíð henn­ar í hjól­reiðum líti út seg­ir Krist­ín að hún von­ist til þess að kom­ast inn í flott kvennalið í götu­hjól­reiðum er­lend­is en hún hef­ur einnig verið að hjóla úti í Dan­mörku.

Hún seg­ir götu­hjól­reiðar vera núm­er eitt, tvö og þrjú hjá sér en „fjalla­hjólið hef­ur verið til að hafa gam­an, vera með, því það vant­ar alltaf kon­ur“.

Krist­ín Edda og Krist­inn Jóns­son urðu Íslands­meist­ar­ar í ólymp­ísk­um fjalla­hjól­reiðum á laug­ar­dag­inn en bæði eru þau í Hjól­reiðafé­lagi Reykja­vík­ur.

Á mót­inu þurftu kepp­end­ur að hjóla fimm 4,7 kíló­metra langa hringi í mik­illi drullu í Öskju­hlíðinni en mótið var haldið af Hjól­reiðafé­lagi Reykja­vík­ur í sam­starfi við Örn­inn Trek.

Kristinn Jónsson og Kristín Edda Sveinsdóttir.
Krist­inn Jóns­son og Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sveinn Ottó Sig­urðsson
mbl.is