Love Actually-stjarna gengin út

Ást | 24. júní 2024

Love Actually-stjarna gengin út

Breska Hollywood-parið, Thomas Brodie-Sangster, og Talulah Riley eru nú gift. Þau gengu í það heilaga við fallega athöfn í St. George’s-kirkjunni á Englandi á laugardag. 

Love Actually-stjarna gengin út

Ást | 24. júní 2024

Thomas Brodie-Sangster.
Thomas Brodie-Sangster. Samsett mynd

Breska Hollywood-parið, Thom­as Brodie-Sangster, og Talu­lah Riley eru nú gift. Þau gengu í það heil­aga við fal­lega at­höfn í St. Geor­ge’s-kirkj­unni á Englandi á laug­ar­dag. 

Breska Hollywood-parið, Thom­as Brodie-Sangster, og Talu­lah Riley eru nú gift. Þau gengu í það heil­aga við fal­lega at­höfn í St. Geor­ge’s-kirkj­unni á Englandi á laug­ar­dag. 

Nýgiftu brúðar­hjón­in geisluðu af ham­ingju þegar þau leidd­ust niður kirkjutröpp­urn­ar þar sem gest­irn­ir biðu þeirra fyr­ir utan í blóma­hafi til að skála og fagna. Þau fóru svo í opn­um hest­vagni í brúðkaups­veisl­una sína. 

Riley var hin glæsi­leg­asta í síðum brúðar­kjól með fal­legt langt slör. Ljóst hárið hafði hún svo uppi í snúð.

Leik­ar­inn klædd­ist skraut­legu brúðkaups­dressi en hann sagði „já“ við sína heitt­elskuðu í ljós­ari skyrtu, rós­óttu vesti, blá­um jakka og teinótt­um jakkafata­bux­um. 

Hjón­in kynnt­ust fyrst við tök­ur á þáttaserí­unni Sex Pistols í mars 2021 en þau trú­lofuðu sig í júlí á síðasta ári. 

Áður en Riley féll fyr­ir Love Actually- stjörn­unni var hún gift auðkýf­ingn­um Elon Musk í tvígang á ár­un­um 2010 til 2012 og svo aft­ur frá 2013 til 2016.

Page six

mbl.is