Stórfelld árás á Árvakur: Gögn í gíslingu

Netárás á Árvakur | 24. júní 2024

Stórfelld árás á Árvakur: Gögn í gíslingu

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, varð fyrir stórfelldri netárás í gær með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn gagna var tekið í gíslingu. Fréttavefurinn mbl.is lá niðri frá um kl. 17 til um kl. 20, þegar tókst að koma honum aftur í loftið.

Stórfelld árás á Árvakur: Gögn í gíslingu

Netárás á Árvakur | 24. júní 2024

Árásarinnar varð vart vegna þess að gæta fór hægagangs í …
Árásarinnar varð vart vegna þess að gæta fór hægagangs í tölvukerfum Árvakurs í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Árvak­ur, út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins, varð fyr­ir stór­felldri netárás í gær með þeim af­leiðing­um að gríðarlegt magn gagna var tekið í gísl­ingu. Frétta­vef­ur­inn mbl.is lá niðri frá um kl. 17 til um kl. 20, þegar tókst að koma hon­um aft­ur í loftið.

Árvak­ur, út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins, varð fyr­ir stór­felldri netárás í gær með þeim af­leiðing­um að gríðarlegt magn gagna var tekið í gísl­ingu. Frétta­vef­ur­inn mbl.is lá niðri frá um kl. 17 til um kl. 20, þegar tókst að koma hon­um aft­ur í loftið.

Á sama tíma var ekki hægt að vinna í rit­stjórn­ar­kerfi Morg­un­blaðsins og út­send­ing­ar út­varps­stöðvar­inn­ar K100 lágu niðri.

„Öll gögn voru í reynd tek­in og dul­kóðuð, bæði af­rit og gögn sem unnið er með dags dag­lega. Það á við um öll tölvu­kerfi Árvak­urs,“ seg­ir Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs.

„Staðan er grafal­var­leg og eig­in­lega eins slæm og hún get­ur orðið.“

Akira á bak við árás­ina 

Úlfar staðfest­ir að rúss­nesk­ur hóp­ur, sem kall­ar sig Akira, standi að baki árás­inni en um hann hef­ur verið fjallað í frétt­um hér á landi, meðal ann­ars í tengsl­um við árás­ir á tölvu­kerfi bílaum­boðsins Brim­borg­ar og Há­skól­ans í Reykja­vík.

Árás­ar­inn­ar varð vart vegna þess að gæta fór hæga­gangs í tölvu­kerf­um Árvak­urs í gær. Að sögn Úlfars ligg­ur ekki fyr­ir með hvaða hætti glæpa­menn­irn­ir smeygðu sér inn í kerf­in en fyr­ir liggi að hóp­ar sem þessi séu úrræðagóðir.

„Það hef­ur gerst ein­hvern tíma í mánuðinum og svo virðist þetta hafa mallað bak við tjöld­in í ein­hverja daga, án þess að við yrðum þess vör, þangað til allt var komið í óefni. Þannig geng­ur svona lagað jafn­an fyr­ir sig,“ seg­ir Úlfar.

Mik­il óvissa

Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, frétta­stjóri á Morg­un­blaðinu, fór að taka eft­ir hökti á tölvu­kerf­inu upp úr há­degi í gær og að það virt­ist tengj­ast fleiri kerf­um, óvenju margt virkaði ekki eins og það átti að gera.

„Ég hafði þá sam­band við tölvu­deild­ina og þá voru menn ný­bún­ir að gera sér grein fyr­ir því að við hefðum orðið fyr­ir netárás,“ seg­ir hún. Skömmu síðar var slökkt á öll­um kerf­um í hús­inu í varúðarskyni. Óviss­an var strax mik­il og fólk dreif að.

„Alla jafna er fá­mennt hér í Há­deg­is­mó­um á sunnu­dög­um en nú var húsið allt í einu fullt af fólki. Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg og ekki víst að hægt yrði að koma mánu­dags­blaðinu út. Blaðamenn unnu þó áfram að sín­um verk­efn­um utan kerf­is til að hafa allt klárt ef úr rætt­ist. Það hef­ur verið í mörg horn að líta,“ sagði Hólm­fríður María seint í gær­kvöldi.

„Þetta er ekki dag­ur sem ég mun gleyma í bráð.“

mbl.is