Reykjavíkurborg horfir til að leggja niður starfsemi á leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum frá og með 1. október.
Reykjavíkurborg horfir til að leggja niður starfsemi á leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum frá og með 1. október.
Reykjavíkurborg horfir til að leggja niður starfsemi á leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum frá og með 1. október.
Tillagan var lögð fram á fundi skóla- og frístundarráðs Reykjavíkurborgar þann 10. júní og væntar samþykkis en hún verður tekin fyrir á fundi borgarráðs.
„Tillagan hefur ekki verið samþykkt en hún snýst í grunninn um það að Garðaborg sé óhagstæð rekstrareining. Það er erfitt að reka einingu með svona fáum börnum og starfsmönnum,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu SFS, í svari við fyrirspurn mbl.is um tillöguna.
Leikskólinn Garðaborg hefur verið tímabundið til húsa í Brákarsundi 1 í Laugardalnum síðan framkvæmdir á húsnæðinu hófust. Í fyrstu var áætlað að framkvæmdirnar myndu standa yfir í þrjá til sex mánuði á síðasta ári en hafa nú dregist til vors 2025.
Ólafur segir foreldra barna á Garðaborg í auknum mæli hafa sótt um að flytja börnin sín frá leikskólanum inn í Bústaðahverfið. Hópurinn sem var væntanlegur í haust væri því orðinn verulega fámennur.
Tillagan var lögð fram til að svara þessari þróun. Verður börnunum boðið leikskólapláss í leikskólanum Kvistaborg eða öðrum leikskólum í hverfinu. Að framkvæmdum loknum mun húsnæði Garðaborgar fara undir leikskóla Jörfa.
Framkvæmdir á Kvistaborg hafa staðið yfir í dágóðan tíma. Taka á upprunalega húsið í gegn sem var komið á tíma.
Á meðan framkvæmdum stendur mun starfsemi Kvistaborgar vera færð í færanlegar einingar við Fossvogsskóla en í sumar hefst vinna við að breyta einingunum fyrir leikskólastarfsemi.