Áhrif grásleppufrumvarpsins komi í ljós

Grásleppuveiðar | 25. júní 2024

Áhrif grásleppufrumvarpsins komi í ljós

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir það eftir að koma í ljós hvort að frumvarp um kvótasetning grásleppu komi til með að bitna á smábátasjómönnum og segist ekki endilega gera ráð fyrir því að leggja frumvarp um lagareldi fyrir á haustþingi.

Áhrif grásleppufrumvarpsins komi í ljós

Grásleppuveiðar | 25. júní 2024

Bjarkey segir að gerðar hafi verið talsverðar breytingar á frumvarpi …
Bjarkey segir að gerðar hafi verið talsverðar breytingar á frumvarpi um kvótasetningu grásleppu. mbl.is/Eyþór Árnason

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir það eft­ir að koma í ljós hvort að frum­varp um kvóta­setn­ing grá­sleppu komi til með að bitna á smá­báta­sjó­mönn­um og seg­ist ekki endi­lega gera ráð fyr­ir því að leggja frum­varp um lagar­eldi fyr­ir á haustþingi.

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir það eft­ir að koma í ljós hvort að frum­varp um kvóta­setn­ing grá­sleppu komi til með að bitna á smá­báta­sjó­mönn­um og seg­ist ekki endi­lega gera ráð fyr­ir því að leggja frum­varp um lagar­eldi fyr­ir á haustþingi.

Þetta kom fram í sam­tali Bjarkeyj­ar við blaðamann sem náði tali af henni eft­ir fund rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar fyrr í dag.

Ágrein­ing­ur sem tókst ekki að leysa

Þú sagðir um dag­inn að þér þætti ólík­legt að lagar­eld­is­frum­varpið yrði lagt fyr­ir á haustþingi. Þetta er held­ur breytt­ur tón. Er ástæða fyr­ir því?

„Það er ágrein­ing­ur und­ir sem við leyst­um ekki í meiri­hlut­an­um og varðar sektar­fjár­hæðir og annað slíkt og ég er ekki til­bú­in til þess að ganga lengra í því, þannig ef að við náum engu sam­tali um það í sum­ar, þá geri ég ekk­ert endi­lega ráð fyr­ir því að leggja málið fram aft­ur.“

Á eft­ir að koma í ljós

Grá­sleppa var kvóta­sett með nýju frum­varpi sem gekk í gegn­um þingið á dög­un­um. Frum­varpið hef­ur verið gagn­rýnt af strand­veiðifé­lagi Íslands og Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, kvaðst hafa bar­ist gegn frum­varp­inu með „kjafti og klóm“.

Tel­urðu gagn­rýni á frum­varpið rétt­mæta og að það bitni á smá­báta­sjó­mönn­um?

„Það held ég ekki sér­stak­lega, en það á eft­ir að koma í ljós. Það voru gerðar breyt­ing­ar á mál­inu, tals­vert mikl­ar, sem ég tel að hafi verið til bóta, meðal ann­ars með því að heim­ila ekki framsalið fyrstu tvo árin og sjá hvernig til tekst með hlut­deilda­setn­ing­una.“ 

mbl.is