Flaug meðal almennings

Bennifer | 25. júní 2024

Flaug meðal almennings

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez lét lítið fyrir sér fara þegar hún flaug frá Napólí til Parísar um helgina. Lopez kaus að fljúga meðal almennings í staðinn fyrir að fljúga á fyrsta farrými. 

Flaug meðal almennings

Bennifer | 25. júní 2024

Jennifer Lopez flaug innan Evrópu um helgina.
Jennifer Lopez flaug innan Evrópu um helgina. AFP/Michael TRAN

Leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez lét lítið fyr­ir sér fara þegar hún flaug frá Napólí til Par­ís­ar um helg­ina. Lopez kaus að fljúga meðal al­menn­ings í staðinn fyr­ir að fljúga á fyrsta far­rými. 

Leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez lét lítið fyr­ir sér fara þegar hún flaug frá Napólí til Par­ís­ar um helg­ina. Lopez kaus að fljúga meðal al­menn­ings í staðinn fyr­ir að fljúga á fyrsta far­rými. 

Lopez var að koma úr fríi á Ítal­íu og var á leiðinni á tísku­vik­una í Par­ís. Hún flaug með flug­fé­lag­inu KLM að því fram kem­ur á vef Daily Mail en hol­lenska flug­fé­lagið býður upp á mis­mun­andi sæta­gæði. Flugið er aðeins tveir klukku­tím­ar og tutt­ugu mín­út­ur og lét stór­stjarn­an sér að góðu að dúsa í hefðbundnu sæti í þenn­an stutta tíma. 

Stjarn­an sem sat við glugga var klædd í víða hvíta peysu og hvít­ar íþrótta­bux­ur. Hún var með fína hönn­un­ar­tösku í hand­far­angri en Lopez tók frá sér sæti fyr­ir tösk­una. Líf­vörður henn­ar sat við gang­inn og passaði upp á stjörn­una. 

Lopez er sögð hafa notið þess að fara í stutt frí og var í góðum gír á Ítal­íu þrátt fyr­ir skilnaðarorðróm­inn sem er á allra vör­um. 

mbl.is