Kristján Hreinsson kærir RÚV til ráðherra

Íslenska | 26. júní 2024

Kristján Hreinsson kærir RÚV til ráðherra

Kristján Hreinsson rithöfundur hefur lagt fram kæru á hendur Ríkisútvarpinu til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

Kristján Hreinsson kærir RÚV til ráðherra

Íslenska | 26. júní 2024

Hann segir að notkun sumra blaðamanna RÚV á íslensku gangi …
Hann segir að notkun sumra blaðamanna RÚV á íslensku gangi gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við tungumálið. Samsett mynd

Kristján Hreins­son rit­höf­und­ur hef­ur lagt fram kæru á hend­ur Rík­is­út­varp­inu til Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra.

Kristján Hreins­son rit­höf­und­ur hef­ur lagt fram kæru á hend­ur Rík­is­út­varp­inu til Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra.

Til­efnið er vegna meintra lög­brota RÚV við notk­un sumra blaðamanna stofn­un­ar­inn­ar á kyn­hlut­lausu mál­fari.

Þetta kem­ur fram í færslu Kristjáns á Face­book.

Ein­hliða ákvörðun um að breyta ís­lenskri tungu

„Mál mitt lýt­ur að meint­um lög­brot­um sem snúa að ein­hliða ákvörðun starfs­manna RÚV, um að breyta ís­lenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notk­un hvor­ug­kyns og draga úr notk­un karl­kyns í nafni kyn­hlut­leys­is í mál­fari, sem bygg­ir á mis­skiln­ingi um kyn­hlut­leysi hins mál­fræðilega karl­kyns,“ skrif­ar hann á Face­book.

Hann seg­ir að þessi leið starfs­mann­anna gangi gegn laga­ákvæðum um að leggja rækt við ís­lensku og viðhafa lýta­laust mál­far.

Óskar hann eft­ir því að Lilja taki kær­una til um­fjöll­un­ar á grund­velli ákvæði laga um RÚV.

mbl.is