Óvíst er hvenær ný leikskólabörn fá inngöngu í leikskólann Sæborg í Vesturbæ sökum þess að ekki hefur tekist að ráða deildarstjóra.
Óvíst er hvenær ný leikskólabörn fá inngöngu í leikskólann Sæborg í Vesturbæ sökum þess að ekki hefur tekist að ráða deildarstjóra.
Óvíst er hvenær ný leikskólabörn fá inngöngu í leikskólann Sæborg í Vesturbæ sökum þess að ekki hefur tekist að ráða deildarstjóra.
Búið var að lofa foreldrum plássi en sökum þess að fáar sem engar umsóknir hafa borist um stöðuna, sem auglýst hefur verið mánuðum saman, hafa foreldrar í kjölfarið fengið tilkynningu um að óvíst sé hvenær hægt verður að standa við gefin loforð um leikskólapláss.
Foreldri sem hafði samband við mbl.is var mikið niðri fyrir vegna vendinganna. Hann vildi ekki láta nafn síns getið „svo það hafi ekki áhrif á umsóknina“ að sögn hans. Hann segir að foreldrana hafa skipulagt haustið með það fyrir sjónum að geta hafið vinnu að fullu og því sé það mikið fjárhagslegt högg ef ekki verður hægt að koma barninu á leikskóla.
„Við erum fyrir löngu búin með okkar rétt til fæðingarorlofs og höfum reitt okkur á foreldra í og með til að brúa bilið, taka sumarfrí og launalaus leyfi stöku daga. Foreldrar mínir eru líka í vinnu og því verður þetta erfitt fyrir okkur í haust,“ segir foreldrið.
Hafdís Svansdóttir, leikskólastjóri á Sæborg, segir að auglýst hafi verið eftir nýjum deildarstjóra í nokkra mánuði.
„Það er rétt að ekki er hægt að gefa öllum börnum dagsetningar [um inngöngu] því það vantar deildarstjóra,“ segir Hafdís.
Hún segir að auglýst hafi verið í nokkra mánuði.
„Við getum ekki tekið barn inn á deildina ef það vantar deildarstjóra,“ segir Hafdís.
Að sögn hennar hafa umsóknir verið fáar sem engar.