Flytja inn Ozempic til að bregðast við skorti

Þyngdarstjórnunarlyf | 27. júní 2024

Flytja inn Ozempic til að bregðast við skorti

Lyfjaver flytur inn Ozempic til að bregðast við skorti sem hefur orðið til samhliða því að notkun lyfsins hefur margfaldast á stuttum tíma. 

Flytja inn Ozempic til að bregðast við skorti

Þyngdarstjórnunarlyf | 27. júní 2024

Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers.
Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers. Ljósmynd/Lyfjaver

Lyfja­ver flyt­ur inn Ozempic til að bregðast við skorti sem hef­ur orðið til sam­hliða því að notk­un lyfs­ins hef­ur marg­fald­ast á stutt­um tíma. 

Lyfja­ver flyt­ur inn Ozempic til að bregðast við skorti sem hef­ur orðið til sam­hliða því að notk­un lyfs­ins hef­ur marg­fald­ast á stutt­um tíma. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lyfja­ver þar sem jafn­framt seg­ir að lengi hafi verið nokkuð um skort á lyf­inu og fjöldi dæma um að apó­tek hafi neyðst til að skammta lyf­inu til viðskipta­vina í einn mánuð í senn.

„Þetta hef­ur valdið not­end­um lyfs­ins veru­leg­um vand­ræðum og fólk hring­ir ör­vænt­ing­ar­fullt í fjölda apó­teka í leit að Ozempic skammti,“ er haft eft­ir Há­koni Steins­syni, fram­kvæmda­stjóra Lyfja­vers, í til­kynn­ing­unni. 

„Við von­umst við til að geta lagt hönd á plóg“

Lyfja­ver hef­ur haft markaðsleyfi fyr­ir Ozempic í rúm tvö ár, en í til­kynn­ing­unni seg­ir að markaðsaðstæður hafi ekki þótt hag­stæðar til inn­flutn­ings. Það hafi aft­ur á móti opn­ast tæki­færi með stærri pakkn­ing­um af lyf­inu sem inni­halda þrjá áfyllta lyfjapenna, sem er þriggja mánaða skammt­ur af lyf­inu. 

„Við von­umst við til að geta lagt hönd á plóg við að bæta aðgengi að lyf­inu en þess­ar stærri pakkn­ing­ar eru nú fá­an­leg­ar í fjölda apó­teka,“ er haft eft­ir Há­koni. 

Lyfja­skort­ur veru­legt vanda­mál

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Há­koni að lyfja­skort­ur hafi verið um­tals­vert vanda­mál und­an­far­in ár og að það sé áskor­un að tryggja næg­ar birgðir af lyfj­um svo sjúk­ling­ar verði ekki lyfja­laus­ir. 

„Við leggj­um gríðarlega vinnu í að tryggja það að ein­stak­ling­ar í lyfja­skömmt­um hjá okk­ur fái þau lyf sem þau hafa í skömmt­un. Okk­ur hef­ur tek­ist vel til og má segja að ein­stak­ling­ar í skömmt­un séu und­ir ákveðnum vernd­ar­skildi, en það þarf stöðugt að vakta biðlista lyfja­heild­sala, auka birgðir lyfja sem verða reglu­lega ill­fá­an­leg, birgja okk­ur upp af öðrum sam­heita­lyfj­um eða flytja lyf­in sjálf inn,“ er haft eft­ir Há­koni í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is