Giftingahringurinn aftur á en hjónabandið í molum

Bennifer | 27. júní 2024

Giftingahringurinn aftur á en hjónabandið í molum

Leikarinn Ben Affleck er búinn að setja upp giftingahringinn aftur og passar að allir taki eftir því. Orðrómur um skilnað hans og Jennifer Lopez hefur verið hávær að undanförnu. 

Giftingahringurinn aftur á en hjónabandið í molum

Bennifer | 27. júní 2024

Ben Affleck er enn með giftingahringinn. Hér er hann með …
Ben Affleck er enn með giftingahringinn. Hér er hann með eiginkonu sinni Jennifer Lopez. AFP/ Michael Tran

Leik­ar­inn Ben Aff­leck er bú­inn að setja upp gift­inga­hring­inn aft­ur og pass­ar að all­ir taki eft­ir því. Orðróm­ur um skilnað hans og Jenni­fer Lopez hef­ur verið há­vær að und­an­förnu. 

Leik­ar­inn Ben Aff­leck er bú­inn að setja upp gift­inga­hring­inn aft­ur og pass­ar að all­ir taki eft­ir því. Orðróm­ur um skilnað hans og Jenni­fer Lopez hef­ur verið há­vær að und­an­förnu. 

Aff­leck var með aðra hönd­ina út um glugg­ann á leið sinni frá skrif­stofu sinni í Los Ang­eles á þriðju­dag­inn. Þar var hann myndaður af götu­ljós­mynd­ara Page Six sem kom auga á hring á hendi Aff­lecks. 

Beðið er í of­væni eft­ir skilnaðar­yf­ir­lýs­ingu frá Aff­leck og Lopez. Það vakti mikla at­hygli á dög­un­um þegar Aff­leck spáss­eraði um Los Ang­eles án gift­inga­hrings­ins á meðan Lopez sólaði sig ein á Ítal­íu. Hring­ur­inn er kom­inn aft­ur á hend­ina en hjóna­bandið enn í mol­um. Lopez af­lýsti tón­leika­ferðalagi sínu í sum­ar til þess að ein­beita sér að fjöl­skyld­unni. 

Hér má sjá hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez láta …
Hér má sjá hjón­in Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez láta vel að hvort öðru þegar allt lék í lyndi. AFP
mbl.is