Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað sáttarsamkomulagi fyrirtækisins Purdue Pharma upp á 6 milljarða bandaríkjadala, eða tæpa 139 milljarða íslenskra króna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað sáttarsamkomulagi fyrirtækisins Purdue Pharma upp á 6 milljarða bandaríkjadala, eða tæpa 139 milljarða íslenskra króna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað sáttarsamkomulagi fyrirtækisins Purdue Pharma upp á 6 milljarða bandaríkjadala, eða tæpa 139 milljarða íslenskra króna.
Niðurstaðan hefur þá þýðingu að fyrirtækinu er meinað í halda áfram með gjaldþrotaferli í bili og verður málið tekið upp að nýju í desember.
Var ætlunin að fjárhæðin yrði greidd í „endurskipulagningarsjóð Purdue“ sem myndi m.a. ganga til fórnarlamba faraldursins og til forvarnarstarfsemi gegn ópíóíðafíkn í Bandaríkjunum.
Samkomulagið átti að fela það í sér að Sackler-fjölskyldan, sem átti Purdue Pharma þar til nýlega, bæri ekki persónulega ábyrgð í tengslum við málssóknir vegna ópíóíðafaraldursins. Sackler fjölskyldan greiddi sér milljarða bandaríkjadala úr fyrirtækinu áður en þau lýstu yfir gjaldþroti.
Lyfjafyrirtækið er sagt hafa kynt undir ópíóíðafaraldrinum í Bandaríkjunum með framleiðslu og markaðssetningu á ópíóíðaverkjalyfjum á borð við OxyContin og hefur gengist við því að hafa staðið fyrir villandi markaðssetningu.
Úrskurður hæstaréttar féll með atkvæðum fimm dómara af níu en fjórir voru andvígir niðurstöðunni. Var meirihlutinn sammála um að Sackler-fjölskyldan hefði hagnast um tugi milljarða bandaríkjadala á sölu ávanabindandi ópíóíða, og ættu því ekki að njóta friðhelgi gegn einkamálum í tengslum við hlutverk þeirra í ópíóíðafaraldrinum. Sagði í úrskurði dómstólsins að gjaldþrotareglur heimili ekki slíkt ákvæði.