Laufey skólaði Kelly Clarkson til í íslensku

Laufey | 27. júní 2024

Laufey skólaði Kelly Clarkson til í íslensku

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var gestur í spjallþætti Kelly Clarkson á miðvikudaginn þar sem hún tók lagið Bored. Laufey fór meðal annars yfir íslenskuframburð Clarkson og spjallaði um tónlistina. 

Laufey skólaði Kelly Clarkson til í íslensku

Laufey | 27. júní 2024

Laufey Lín var gestur Kelly Clarkson í vikunni.
Laufey Lín var gestur Kelly Clarkson í vikunni. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir var gest­ur í spjallþætti Kelly Cl­ark­son á miðviku­dag­inn þar sem hún tók lagið Bor­ed. Lauf­ey fór meðal ann­ars yfir ís­lensku­framb­urð Cl­ark­son og spjallaði um tón­list­ina. 

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir var gest­ur í spjallþætti Kelly Cl­ark­son á miðviku­dag­inn þar sem hún tók lagið Bor­ed. Lauf­ey fór meðal ann­ars yfir ís­lensku­framb­urð Cl­ark­son og spjallaði um tón­list­ina. 

Hin banda­ríska Cl­ark­son átti erfitt með að bera nafnið Lauf­ey fram. Lauf­ey end­ur­tók nafnið nokkr­um sinn­um fyr­ir hana og sagði Cl­ark­son nafnið minna á frönsku. „Íslenska er frek­ar erfið,“ sagði Lauf­ey þá.

Björk en ekki Bjork

Seinna í þætt­in­um þegar Cl­ark­son þurfti að end­ur­taka nafn Lauf­eyj­ar sagði Lauf­ey ekk­ert mál fyr­ir hana að bera nafnið fram á sinn hátt. Hún tók nafn tón­list­ar­kon­unn­ar Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur sem dæmi um nafn sem væri alltaf borið fram öðru­vísi er­lend­is.

„Þetta er eins og Björk og Bjork. All­ir kalla hana Bjork en hún heit­ir Björk,“ sagði Lauf­ey. Cl­ark­son gapti af undr­un en hún hélt að nafn Bjark­ar væri borið fram með o-i. „Sjáðu, þú viss­ir það ekki,“ sagði Lauf­ey. „Heit­ir hún ekki Bjork?,“ spurði Cl­ark­son stein­hissa.  

Hér fyr­ir neðan má sjá Lauf­ey hjá Kelly Cl­ark­son, bæði viðtalið og flutn­ing henn­ar á lag­inu Bor­ed. 

mbl.is