Garðar verður afi í desember

Fæðingar og fleira | 30. júní 2024

Garðar verður afi í desember

Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson verður afi í desember en Daníel Ingi, sonur Garðars, og kærasta hans, Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni.

Garðar verður afi í desember

Fæðingar og fleira | 30. júní 2024

Garðar verður afi í desember.
Garðar verður afi í desember.

Knatt­spyrnukapp­inn Garðar Gunn­laugs­son verður afi í des­em­ber en Daní­el Ingi, son­ur Garðars, og kær­asta hans, Lena Davíðsdótt­ir, eiga von á barni.

Knatt­spyrnukapp­inn Garðar Gunn­laugs­son verður afi í des­em­ber en Daní­el Ingi, son­ur Garðars, og kær­asta hans, Lena Davíðsdótt­ir, eiga von á barni.

Frá þessu greindi Garðar á In­sta­gram.

„Við fáum nýja titla í des­em­ber, Afi G og Amma F. Hlökk­um til að fá litla ömmu- og afastrák­inn í fangið,“ skrif­ar hann und­ir mynd­ina sem hann deildi á In­sta­gram.

Á mynd­inni er Garðar og eig­in­kona hans, Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir, förðun­ar­fræðing­ur og einkaþjálf­ari, ásamt Daní­el og Lenu.

Garðar og Fann­ey Sandra giftu sig í fyrra þann 27. júlí og höfðu þá verið trú­lofuð í eitt ár, en Garðar fór á skelj­arn­ar fyr­ir fram­an Eif­felt­urn­inn í borg ást­ar­inn­ar, Par­ís í Frakklandi, í júlí 2022.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar fjöl­skyld­unni inni­lega til ham­ingju!

mbl.is