„Gefur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum“

Fólkið í sjávarútvegi | 30. júní 2024

„Gefur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum“

Albert Páll Albertsson lenti fyrir tveimur árum í skelfilegu slysi er hann var við störf á sjó og lenti útbyrðis. Þökk sé snöggum viðbrögðum áhafnarinnar á Víkingi AK-100 tókst að bjarga honum en síðan tók við langur líkamlegur og andlegur batavegur. Lífið heldur þó áfram og hefur hann eignast annað barn og hóf nýlega störf í stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands.

„Gefur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum“

Fólkið í sjávarútvegi | 30. júní 2024

Albert Páll Albertsson hefur ekki snúið aftur á sjó eftir …
Albert Páll Albertsson hefur ekki snúið aftur á sjó eftir alvarlegt slys er hann lenti útbyrðis. Hann vonar þó að hann í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni geti hjálpað öðrum sem lenda í háska. mbl.is/Börkur Kjartansson

Al­bert Páll Al­berts­son lenti fyr­ir tveim­ur árum í skelfi­legu slysi er hann var við störf á sjó og lenti út­byrðis. Þökk sé snögg­um viðbrögðum áhafn­ar­inn­ar á Vík­ingi AK-100 tókst að bjarga hon­um en síðan tók við lang­ur lík­am­leg­ur og and­leg­ur bata­veg­ur. Lífið held­ur þó áfram og hef­ur hann eign­ast annað barn og hóf ný­lega störf í stjórn­stöð Land­helg­is­gæslu Íslands.

Al­bert Páll Al­berts­son lenti fyr­ir tveim­ur árum í skelfi­legu slysi er hann var við störf á sjó og lenti út­byrðis. Þökk sé snögg­um viðbrögðum áhafn­ar­inn­ar á Vík­ingi AK-100 tókst að bjarga hon­um en síðan tók við lang­ur lík­am­leg­ur og and­leg­ur bata­veg­ur. Lífið held­ur þó áfram og hef­ur hann eign­ast annað barn og hóf ný­lega störf í stjórn­stöð Land­helg­is­gæslu Íslands.

Það er eng­inn vafi að átak­an­legt er að lenda út­byrðis illa meidd­ur á Íslands­miðum. Al­bert Páll ræddi bata­veg­inn frá slys­inu 2022 í síðasta blaði 200 mílna.

„Útgerðin hjálpaði mér mikið í byrj­un og ég fékk áfalla­hjálp á veg­um þeirra. Ég var á bráðamót­tök­unni í Foss­vogi til að byrja með en var svo færður upp á Skaga að minni ósk. Ég þurfti að bíða í tvær vik­ur eft­ir aðgerð á ökkl­an­um vegna þess hve illa þetta leit út. Eft­ir aðgerð var ég svo fasta­gest­ur á bæklun­ar­deild­inni Foss­vogi, aðallega vegna mjúkvefja­á­verka sem ég hlaut og áverk­arn­ir áttu erfitt með að gróa. Fjöl­skyld­an var ómet­an­leg að skutla mér og koma mér á milli.“

Hann seg­ist hafa hitt sér­fræðing sem veitti hon­um áfalla­hjálp í nokk­ur skipti strax eft­ir slysið. „Mér fannst ekki mik­il þörf á því til að byrja með en áttaði mig kannski ekki al­veg á því hvað ég þurfti mikið á þessu að halda. Með tím­an­um hryn­ur þetta yfir mann hægt og bít­andi. Þá fer ég í meðferð fyr­ir áfall­a­streiturösk­un og það var fjöl­skyld­an mín sem hjálpaði mér að fá þá aðstoð, en mín­ir nán­ustu tóku eft­ir því hversu mik­il áhrif þetta var farið að hafa á mig.“

Er mik­il­vægt að sjó­menn séu al­mennt opn­ir fyr­ir slíkri hjálp standi hún til boða?

„Al­veg klár­lega, það er al­veg nauðsyn­legt. Líka fyr­ir áhöfn­ina, þetta var líka áfall fyr­ir vinnu­fé­lag­ana. Þeir hefðu kannski þurft að eiga mögu­leika á að hitta sér­fræðing ein­ir, en þeir hittu hann einu sinni í hóp. Þeir hafa sum­ir nefnt við mig að þeim hafi kannski ekki fund­ist það nóg.“

Albert Páll Albertsson með dótturinni Freyju Dagnýju og syninum Albert …
Al­bert Páll Al­berts­son með dótt­ur­inni Freyju Dag­nýju og syn­in­um Al­bert Dór. Hann seg­ist enn á bata­vegi eft­ir slysið 2022 þar sem hann lenti út­byrðis og seg­ir fjöl­skyld­una hafa verið mik­il­væga í bata­ferl­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Enn á bata­vegi

Al­bert Páll seg­ist enn á bata­vegi tveim­ur árum eft­ir slysið. „Ég var al­veg svo­lítið laskaður og er það smá enn þá, ég er enn að hitta sjúkraþjálf­ara viku­lega. Ég var til að byrja með uppi á Skaga og hitti þar topp­mann sem hef­ur mik­inn metnað fyr­ir sínu starfi og hjálpaði mér mikið og leiðbeindi mér. Því miður veikt­ist hann og ég er núna hjá öðrum í bæn­um. Hann er alls ekki verri og hef­ur hjálpað mér mikið.“

Það er bjart yfir okk­ar manni, sem læt­ur ekki deig­an síga og hóf hann ný­verið störf í stjórn­stöð Land­helg­is­gæslu Íslands. Hann seg­ir vinn­una mjög gef­andi og kveðst þakk­lát­ur fyr­ir starfið. „Það gef­ur mér mikið að geta reynt að hjálpa öðrum ein­stak­ling­um í erfiðri stöðu á sjó og landi ef ég get.“

Þegar Morg­un­blaðið ræddi við Al­bert Pál í kjöl­far slyss­ins sagði hann ekki geta hugsað sér að fara á sjó aft­ur. Hann seg­ir ekk­ert hafa breyst í þeim efn­um.

Viðtalið við Al­bert Pál má lesa í heild sinni hér.

mbl.is