Sneri blaðinu við eftir föðurmissi

Lífsstílsbreyting | 30. júní 2024

Sneri blaðinu við eftir föðurmissi

Frumkvöðullinn og listamaðurinn, Anton Ísak Óskarsson, hefur gríðarlegan áhuga á heilsu og öllu sem við kemur henni. Hann rekur fyrirtækið Matur er Meðalið, eða MEM, sem sérhæfir sig í að hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið í að bæta lífsgæði sín með betri matarrútínu, matarplani- og venjum. Anton stofnaði fyrirtækið í kjölfar mikillar sjálfsvinnu sem hann fór í eftir að faðir hans tók sitt eigið líf fyrir rúmlega þremur árum. Síðan þá hefur hann deilt sinni reynslu á TikTok og hefur fengið yfir 400.000 áhorf. Þar hvetur hann fólk, og sérstaklega karlmenn, til að tala opinskátt um erfiðar tilfinningar við sína nánustu. Hann segir að karlmenn séu þrisvar sinnum líklegri til þess að fremja sjálfsvíg.

Sneri blaðinu við eftir föðurmissi

Lífsstílsbreyting | 30. júní 2024

Frumkvöðullinn og listamaðurinn Anton Ísak Óskarsson stofnaði Matur er Meðal …
Frumkvöðullinn og listamaðurinn Anton Ísak Óskarsson stofnaði Matur er Meðal í kjölfar mikillar sjálfsvinnu. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Frum­kvöðull­inn og listamaður­inn, Ant­on Ísak Óskars­son, hef­ur gríðarleg­an áhuga á heilsu og öllu sem við kem­ur henni. Hann rek­ur fyr­ir­tækið Mat­ur er Meðalið, eða MEM, sem sér­hæf­ir sig í að hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið í að bæta lífs­gæði sín með betri mat­ar­rútínu, matarplani- og venj­um. Ant­on stofnaði fyr­ir­tækið í kjöl­far mik­ill­ar sjálfs­vinnu sem hann fór í eft­ir að faðir hans tók sitt eigið líf fyr­ir rúm­lega þrem­ur árum. Síðan þá hef­ur hann deilt sinni reynslu á TikT­ok og hef­ur fengið yfir 400.000 áhorf. Þar hvet­ur hann fólk, og sér­stak­lega karl­menn, til að tala op­in­skátt um erfiðar til­finn­ing­ar við sína nán­ustu. Hann seg­ir að karl­menn séu þris­var sinn­um lík­legri til þess að fremja sjálfs­víg.

Frum­kvöðull­inn og listamaður­inn, Ant­on Ísak Óskars­son, hef­ur gríðarleg­an áhuga á heilsu og öllu sem við kem­ur henni. Hann rek­ur fyr­ir­tækið Mat­ur er Meðalið, eða MEM, sem sér­hæf­ir sig í að hjálpa fólki að taka fyrsta skrefið í að bæta lífs­gæði sín með betri mat­ar­rútínu, matarplani- og venj­um. Ant­on stofnaði fyr­ir­tækið í kjöl­far mik­ill­ar sjálfs­vinnu sem hann fór í eft­ir að faðir hans tók sitt eigið líf fyr­ir rúm­lega þrem­ur árum. Síðan þá hef­ur hann deilt sinni reynslu á TikT­ok og hef­ur fengið yfir 400.000 áhorf. Þar hvet­ur hann fólk, og sér­stak­lega karl­menn, til að tala op­in­skátt um erfiðar til­finn­ing­ar við sína nán­ustu. Hann seg­ir að karl­menn séu þris­var sinn­um lík­legri til þess að fremja sjálfs­víg.

Hvenær hófst áhugi þinn á heilsu og af hverju?

„Hann kviknaði fyrst eft­ir að ég missi pabba. Þá fór ég í gegn­um mjög erfitt tíma­bil sem mun móta mig að ei­lífu. Það var kveikj­an mín á ástríðunni fyr­ir heilsu og gerði mig meðvitaðri um mik­il­vægi henn­ar.“

Hvernig til­finn­ing­ar/​upp­lif­an­ir fylgdu þessu áfalli?

„Bók­staf­lega all­ur skal­inn, það fór eft­ir dög­um. Stund­um var ég reiður, stund­um sár, stund­um sorg­mædd­ur, stund­um tóm­ur. Með svona áföll­um fylg­ir oft rúss­íbani af til­finn­ing­um sem maður veit ekk­ert hvernig maður á að tak­ast á við.“

Leitaðir þú þér aðstoðar ein­hvers staðar í kjöl­farið?

„Ég fór til sál­fræðinga, en mesta aðstoðin sem ég fékk var að vinna sjálfs­vinn­una sjálf­ur. Ég byrjaði líka að trúa meira og las til dæm­is Bibl­í­una, fór með bæn­ir, hug­leiddi og vann í and­legu hliðinni minni. Ég styrkti sam­bandið mitt við Guð, kjarn­ann í sjálf­um mér og hvað ég vildi standa fyr­ir.“

Hvenær og af hverju ferð þú í þessa miklu sjálfs­vinnu og hvernig lýs­ir hún sér?

„Ég sá hvernig pabbi hafði lifað sínu lífi og það lét mig horfa inn á við og sjá hvernig ég var að lifa mínu lífi. Ég spurði sjálf­an mig „vill ég lifa svona?“ Svarið var nei og ég tók skref­in í átt­ina í að breyt­ast. Ég bara vissi að ég þurfti að breyt­ast og heils­an er það mik­il­væg­asta af öllu.“

Anton varð þakklátari fyrir heilsu sína eftir áfallið og langaði …
Ant­on varð þakk­lát­ari fyr­ir heilsu sína eft­ir áfallið og langaði að hjálpa öðrum og miðla sinni þekk­ingu og reynslu. Ljós­mynd/​Kári Sverris­son

Hvernig hef­ur ferlið verið og gengið?

„Það eru alltaf hæðir og lægðir í líf­inu, en þær geta orðið sveiflu­kennd­ari og meiri þegar maður er að vinna úr áfalli. Ég hef bók­staf­lega upp­lifað botn­inn og topp­inn líka. Núna lít ég á þetta sem kennslu­stund og er þakk­lát­ur fyr­ir það sem þetta kenndi mér. Þetta gerði mig að sterk­ari karakt­er og út­gáfu af sjálf­um mér.“

Hvaða breyt­ing­ar gerðir þú á lífs­stíl þínum í kjöl­farið og af hverju þess­ar breyt­ing­ar frek­ar en aðrar?

„Ég byrjaði að fara út að hlaupa mikið og í rækt­ina. Út frá því tók ég mataræðið í gegn og ég byrjaði að velja vel og vand­lega það fólk sem ég var í kring­um.“

Hvenær og af hverju byrjaðir þú á TikT­ok?

„Ég fann köll­un í að deila minni reynslu. Ég fann á mér að ég ætti að nota þessa lífs­reynslu til að hjálpa öðrum sem að þurftu á mín­um vitn­is­b­urði að halda, ekki að geyma alla þessa þekk­ingu inn í mér.“

Með MEM hjálpa Anton fólki að komast í betra samband …
Með MEM hjálpa Ant­on fólki að kom­ast í betra sam­band við mat, móta betri mat­ar­venj­ur og lífs­stíl. Ljós­mynd/​Kári Sverris­son

Hvernig hef­ur þú upp­lifað það að opna þig og deila eig­in reynslu á opn­um miðli? Hafa því fylgt ein­hverj­ar áskor­an­ir til dæm­is?

„Já, það var klár­lega út fyr­ir þæg­ind­aramm­an minn að tala af ein­lægni fyr­ir fram­an sím­ann. En samt gerði ég það, ég var ekki bú­inn að plana neitt, þetta bara gerðist. Ég fékk fullt af góðum skila­boðum um að ég væri að hjálpa, en síðan komu fullt af allskon­ar nei­kvæðni og ljót­um skila­boðum líka.“

Hvernig hafa viðtök­urn­ar verið?

„Í byrj­un voru þær ekki góðar. Ég upp­lifði rosa­lega mikið af fólki sem var að setja út á það sem ég var að gera. En ég ein­beiti mér bara að fólk­inu sem ég get hjálpað og hef fengið fullt af skila­boðum frá krökk­um og fólki sem tengja við það sem ég hef verið að tala um, og segja mynd­bönd­in hafa hjálpað sér. Það er það eina sem skipt­ir máli.“

Hversu mik­il­vægt þykir þér að opna á þessa umræðu, sér­stak­lega fyr­ir karl­menn?

„Mjög mik­il­vægt, við verðum að ræða hlut­ina eins og þeir eru. Menn eru þris­var sinn­um lík­legri til að fremja sjálfs­víg. Það á alls ekki að vera feimn­is­mál að tala um og við eig­um held­ur ekki að sætta okk­ur við að þetta sé eðli­leg staða til að vera í nú­tíma sam­fé­lagi. Það vill eng­inn hafa þetta svona og við erum öll part­ur af breyt­ing­unni.“

Anton ssegir það mikilvægt að fólk geti talað um erfiðar …
Ant­on sseg­ir það mik­il­vægt að fólk geti talað um erfiðar til­finn­ing­ar og verið það sjálft. Ljós­mynd/​Kári Sverris­son

Hvað get­ur þú sagt mér um fyr­ir­tækið sem þú varst að stofna? Hvert er mark­miðið þitt með því?

„Mark­miðið með Mat­ur er Meðalið er að gefa fólki fyrsta skrefið í að betr­um­bæta líf sitt. Með þessu fyr­ir­tæki er ég að aðstoða fólk með að koma inn betri mat­ar­rútínu, matarplani og venj­um sem geta bætt lífið þeirra á öll­um sviðum. Mat­ur hef­ur bein áhrif á hvernig okk­ur líður and­lega og lík­am­lega, sem ger­ir það að góðum stað til að byrja. Síðan ég breytti mínu mataræði, er ég glæ­ný mann­eskja.“

Framtíðin er björt hjá Antoni.
Framtíðin er björt hjá Ant­oni. Ljós­mynd/​Aðsend

Eitt­hvað sem þú vilt bæta við?

„Að elska sjálf­an sig með öll­um sín­um göll­um og kost­um. Að koma fram í kær­leika og gera heim­inn að betri stað. Vertu þú sjálf­ur, all­ir aðrir eru upp­tekn­ir. Við erum öll sköpuð ein­stök með mis­mun­andi hæfi­leika. Það er á okk­ar valdi að upp­götva þá hæfi­leika.“

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg-armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is