Fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt

Kardashian | 1. júlí 2024

Fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt á laugardag. Hún blés til heljarinnar veislu með skemmtilegu þema, „denim & diamonds“, en Kardashian klæðist gjarnan flíkum úr gallaefni og sést reglulega skreytt glitrandi demöntum. 

Fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt

Kardashian | 1. júlí 2024

Líf og fjör var í afmælisveislu Kardashian-systurinnar.
Líf og fjör var í afmælisveislu Kardashian-systurinnar. Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjarn­an Khloé Kar­dashi­an fagnaði fer­tugsaf­mæli sínu með pompi og prakt á laug­ar­dag. Hún blés til helj­ar­inn­ar veislu með skemmti­legu þema, „denim & diamonds“, en Kar­dashi­an klæðist gjarn­an flík­um úr galla­efni og sést reglu­lega skreytt glitrandi demönt­um. 

Raun­veru­leika­stjarn­an Khloé Kar­dashi­an fagnaði fer­tugsaf­mæli sínu með pompi og prakt á laug­ar­dag. Hún blés til helj­ar­inn­ar veislu með skemmti­legu þema, „denim & diamonds“, en Kar­dashi­an klæðist gjarn­an flík­um úr galla­efni og sést reglu­lega skreytt glitrandi demönt­um. 

Gestalist­inn var ekki af verri end­an­um en meðal gesta voru fata­hönnuður­inn Kimora Lee Simmons, leik­kon­an Sara Foster og syst­ur raun­veru­leika­stjörn­unn­ar, Kim, Kourt­ney og Kylie. Tón­list­ar­menn­irn­ir Snoop Dogg, War­ren G og Kurupt héldu uppi fjör­inu og náðu af­mæl­is­barn­inu og gest­um út á dans­gólfið. 

Kar­dashi­an hef­ur birt nokkr­ar færsl­ur á In­sta­gram-síðu sinni frá af­mæl­is­veisl­unni en raun­veru­leika­stjarn­an birti einnig mynd­skeið frá held­ur ró­legra af­mæl­is­boði sem hún hélt í faðmi fjöl­skyld­unn­ar en þar sést Kar­dashi­an blása á kerti á ljúf­fengri af­mæl­is­köku. 

Kar­dashi­an er tveggja barna móðir og á og rek­ur fyr­ir­tækið Good American. Fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu á flík­um úr galla­efni. Henni hef­ur verið hrósað mikið og hún fengið já­kvæð viðbrögð enda sel­ur fyr­ir­tækið flík­ur á all­ar lík­ams­gerðir. 



 

mbl.is