Fyrsti makríllinn úr íslenskri lögsögu

Makrílveiðar | 2. júlí 2024

Fyrsti makríllinn úr íslenskri lögsögu

Beitir NK er kominn til hafnar hafnar í Neskaupstað með 474 tonn af makríl sem fékkst austur af landinu innan íslenskrar lögsögu. Um er að ræða fyrsta makríl sumarsins.

Fyrsti makríllinn úr íslenskri lögsögu

Makrílveiðar | 2. júlí 2024

Beitir NK kom til hafnar með fyrsta makríl vertíðarinnar og …
Beitir NK kom til hafnar með fyrsta makríl vertíðarinnar og fékkst hann í íslenskri lögsögu. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Beit­ir NK er kom­inn til hafn­ar hafn­ar í Nes­kaupstað með 474 tonn af mak­ríl sem fékkst aust­ur af land­inu inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu. Um er að ræða fyrsta mak­ríl sum­ars­ins.

Beit­ir NK er kom­inn til hafn­ar hafn­ar í Nes­kaupstað með 474 tonn af mak­ríl sem fékkst aust­ur af land­inu inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu. Um er að ræða fyrsta mak­ríl sum­ars­ins.

Fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að haf­ist var handa við að hefja vinnslu um leið og skipið kom til hafn­ar.

„Hér er allt yf­ir­farið, tand­ur­hreint og fínt og mann­skap­ur­inn er klár í slag­inn. Sam­kvæmt frétt­um frá Beiti þá er um að ræða stór­an mak­ríl, yfir 500 grömm og átan í hon­um er um 3 þannig að þetta lít­ur vel út,“ seg­ir Karl Rún­ar Ró­berts­son gæðastjóri í færsl­unni.

Gert er ráð fyrir að Vilhelm Þorsteinsson EA komi til …
Gert er ráð fyr­ir að Vil­helm Þor­steins­son EA komi til hafn­ar með 851 tonn af mak­ríl á morg­un. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Á morg­un er gert ráð fyr­ir að Vil­helm Þor­steins­son EA mæti úr Smugunni með 851 tonn af mak­ríl, en Vil­helm og Börk­ur NK hafa staðið sam­an að veiðum á því svæði.

Greint er frá því í færsl­unni að Beit­ir NK, Börk­ur NK og Barði NK sem Síld­ar­vinnsl­an ger­ir út munu eiga í veiðisam­starfi ásamt Vil­helmi Þor­steins­syni EA og Mar­gréti EA sem sam­herji ger­ir út. „Beit­ir, Börk­ur og Vil­helm hafa verið að veiðum síðustu daga en Barði og Mar­grét héldu til veiða í gær.“

Veiði í lög­sög­unni mik­il­væg

Því hef­ur verið spáð að mak­ríll­inn muni ekki ganga í ís­lenska lög­sögu í miklu magni þetta sum­arið, frek­ar en síðustu sum­ur. Það er þó alltaf ein­hver óvissa í slík­um spám og eru marg­ir spennt­ir að sjá hvort frek­ari afli fæst inn­an lög­sög­unn­ar í sum­ar.

Um er að ræða mik­il­vægt hags­muna­mál þar sem til­kall Íslend­inga til hlut­deild­ar í mak­ríln­um styrk­ist eft­ir því sem meiri af mak­rílafla ís­lenskra skipa fæst úr ís­lenskri lög­sögu. Enn hef­ur ekki tek­ist að semja um deili­stofna á Norðaust­ur-Atlants­hafi.

mbl.is