Bærinn höfðar skaðabótamál gegn Vinnslustöðinni

Bærinn höfðar skaðabótamál gegn Vinnslustöðinni

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela lögmönnum sínum, í samvinnu við HS Veitur, að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni, Hugin ehf og VÍS.

Bærinn höfðar skaðabótamál gegn Vinnslustöðinni

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 3. júlí 2024

Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela lögmönnum sínum, í samvinnu við HS Veitur, að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni, Hugin ehf og VÍS.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela lögmönnum sínum, í samvinnu við HS Veitur, að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni, Hugin ehf og VÍS.

Er það vegna tjóns á vatnslögn til Vestmannaeyja og er farið fram á bætur sem nema í hið minnsta 1,5 milljarð króna.

Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs fyrr í dag.

Bótakröfunni hafnað

Tjónið varð á vatns­lögninni eft­ir að akk­eri Hug­ins VE fest­ist í henni í nóv­em­ber á síðasta ári.

Í kröfubréfi Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna á hendur Vinnslustöðinni var farið fram á fullar bætur vegna tjónsins, sem nemur að minnsta kosti 1.500 milljónum króna.

„Borist hefur svar frá lögmanni VÍS og Hugins ehf, auk Vinnslustöðvarinnar, sem felur í sér að bótaskylda er viðurkennd en bótakröfunni hafnað með vísan til heimildar í siglingalögum um að takmarka bætur við 360 milljónir króna, nema að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða. Þá gildir heimildin ekki,“ segir í samþykkt bæjarráðs.

mbl.is