Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft

Orkuskipti | 3. júlí 2024

Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft

Nýr vindorkugarður sem fyrirhugað er að reisa í landi Sólheima í Dalabyggð mun skila um 209 MW af rafmagni með uppsetningu 29 vindmylla. Þetta kemur fram í umhverfismatsskýrslu sem Qair Iceland hefur lagt fram og er til kynningar í Skipulagsgátt. Öllum er frjálst að skila inn umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar fram til 3. september næstkomandi.

Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft

Orkuskipti | 3. júlí 2024

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Nýr vindorkug­arður sem fyr­ir­hugað er að reisa í landi Sól­heima í Dala­byggð mun skila um 209 MW af raf­magni með upp­setn­ingu 29 vind­mylla. Þetta kem­ur fram í um­hverf­is­mats­skýrslu sem Qair Ice­land hef­ur lagt fram og er til kynn­ing­ar í Skipu­lags­gátt. Öllum er frjálst að skila inn um­sögn um fram­kvæmd­ina og um­hverf­is­mat henn­ar fram til 3. sept­em­ber næst­kom­andi.

Nýr vindorkug­arður sem fyr­ir­hugað er að reisa í landi Sól­heima í Dala­byggð mun skila um 209 MW af raf­magni með upp­setn­ingu 29 vind­mylla. Þetta kem­ur fram í um­hverf­is­mats­skýrslu sem Qair Ice­land hef­ur lagt fram og er til kynn­ing­ar í Skipu­lags­gátt. Öllum er frjálst að skila inn um­sögn um fram­kvæmd­ina og um­hverf­is­mat henn­ar fram til 3. sept­em­ber næst­kom­andi.

Í sam­an­tekt mats­skýrsl­unn­ar kem­ur fram að fram­kvæmda­svæðið sam- anstandi af 3.208 hekt­ara landi á eystri mörk­um sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar. Búðardal­ur er um 23 kíló­metra vest­ur af fram­kvæmda­svæðinu en Borðeyri er í um það bil 10 kíló­metra fjar­lægð í aust­ur.

Gert er ráð fyr­ir að vind­myll­ug­arður­inn verði þróaður í tveim­ur áföng­um, 21 vind­mylla verði í þeim fyrri en átta bæt­ast svo við í þeim síðari.

Fram­kvæmd­ir taki 32 mánuði

Vind­myll­urn­ar verða 200 metr­ar á hæð, hæð turns verður 119 metr­ar og lengd blaðs verður 81 metri. Bú­ist er við að fram­kvæmd­ir við verk­efnið muni vara í 32 mánuði í tveim­ur áföng­um og reiknað er með að um 47 hekt­ar­ar lands fari und­ir fram­kvæmd­irn­ar. Um 16 kíló­metr­ar af nýj­um veg­um verða lagðir og 3,5 kíló­metr­ar af styrkt­um veg­um.

Raflagn­ir á fram­kvæmda­svæðinu verða lagðar neðanj­arðar inn­an fram­kvæmda­svæðis tengi­vega þar sem því verður við komið. Þær tengja afl­spenna vind­mylla við stjórn­bygg­ingu og safn­stöð vindorkug­arðsins.

Afl­spenn­ar í safn­stöðinni umbreyta svo raf­spenn­unni áður en hún er flutt yfir í raf­orku­netið um há­spennu­lín­ur, að því er seg­ir í sam­an­tekt. Ljóst er að fram­kvæmd sem þessi hef­ur áhrif á það svæði sem und­ir hana fer og jafn­vel víðar.

Þannig er þess getið í skýrsl­unni að öll und­ir­bún­ings­vinna, vega­gerð og jarðvinna geti valdið breyt­ing­um á flæði yf­ir­borðsvatns á svæðinu. Hljóðmeng­un verður af vind­myll­un­um, bæði frá vél­búnaði þeirra og við hreyf­ingu spaðanna í gegn­um loftið. Í skýrsl­unni seg­ir að nú­tíma­vind­myll­ur séu þó hannaðar til að lág­marka hljóðvist. Hærri hljóðmörk en ella verða í gildi enda sé næsti heyr­andi bújörðin Sól­heim­ar og hafi ábú­end­ur þar fjár­hags­lega hags­muni af fram­kvæmd­inni.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is