Geta bætt tjónið umfram tryggingar

Geta bætt tjónið umfram tryggingar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir sveitarfélagið ekki eiga annan kost í stöðunni en að höfða mál gegn Vinnslustöðinni hf., Hugin ehf. og VÍS hf. til greiðslu skaðabóta. Það sé ósanngjarnt að fyrirtækið velti kostnaðinum á íbúa Vestmannaeyjabæjar.

Geta bætt tjónið umfram tryggingar

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 4. júlí 2024

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir sveitarfélagið ekki eiga annan kost í stöðunni en að höfða mál gegn Vinnslustöðinni hf., Hugin ehf. og VÍS hf. til greiðslu skaðabóta. Það sé ósanngjarnt að fyrirtækið velti kostnaðinum á íbúa Vestmannaeyjabæjar.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir sveitarfélagið ekki eiga annan kost í stöðunni en að höfða mál gegn Vinnslustöðinni hf., Hugin ehf. og VÍS hf. til greiðslu skaðabóta. Það sé ósanngjarnt að fyrirtækið velti kostnaðinum á íbúa Vestmannaeyjabæjar.

„Við teljum að fyrirtækin geti að sjálfsögðu bætt tjónið þó að tryggingarnar geri það ekki. Við teljum það ekki sanngjarnt að fyrirtækið velti að minnsta kosti rúmlega þúsund milljónum á íbúa í Vestmannaeyjum. Okkur finnst þetta ekki ganga upp,“ segir Íris í samtali við mbl.is.

Meta gáleysið sem stórfellt

Vinnslustöðin hafði hafnað því að viðurkenna bótaskyldu umfram 360 milljónir króna sem er hámark vátryggingabóta þeirra hjá VÍS. Fyrirtækið hefur sagt að ef eigendur vatnsleiðslunnar hefðu vátryggt vatnsleiðsluna myndi sú vátrygging bæta það tjón umfram hið lögbundna hámark ef tjónið væri hærra.

Íris segir sveitarfélagið ekki eiga annan kost í stöðunni. Aðspurð segir hún bæinn telja að hámarkið sem fyrirtækið ber fyrir sig gildi ekki þegar stórfellt gáleysi er til staðar. Þau byggi á því og af þeim sökum sé krafa sveitarfélagsins að minnsta kosti milljarður króna.

Spurð hvenær megi búast við að málið verði þingfest, fari það fyrir dómstóla, segist hún vænta þess hugsanlega í haust.

Upphaf málsins má rekja allt til nóvember á síðasta ári þegar akkeri Hugins VE festist í vatnslögninni til Vestmannaeyja sem stórskemmdi hana.

mbl.is