Hafa dreift 2.600 naloxón-nefúðum á 2 árum

Samfélagsmál | 4. júlí 2024

Hafa dreift 2.600 naloxón-nefúðum á 2 árum

Frú Ragnheiður hefur frá árinu 2022 dreift hátt í 1.300 pakkningum af naloxón-nefúðum sem innihalda tvo nefúða hver. Þá hafa þau dreift þeim ýmist til einstaklinga, stofnana eða skemmtistaða. Þetta segir Sólveig Gísladóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar, í samtali við mbl.is.

Hafa dreift 2.600 naloxón-nefúðum á 2 árum

Samfélagsmál | 4. júlí 2024

Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni sem Rauði krossin á Íslandi rekur.
Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni sem Rauði krossin á Íslandi rekur. Ljósmynd/Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Frú Ragn­heiður hef­ur frá ár­inu 2022 dreift hátt í 1.300 pakkn­ing­um af naloxón-nefúðum sem inni­halda tvo nefúða hver. Þá hafa þau dreift þeim ým­ist til ein­stak­linga, stofn­ana eða skemmti­staða. Þetta seg­ir Sól­veig Gísla­dótt­ir, verk­efn­a­stýra frú Ragn­heiðar, í sam­tali við mbl.is.

Frú Ragn­heiður hef­ur frá ár­inu 2022 dreift hátt í 1.300 pakkn­ing­um af naloxón-nefúðum sem inni­halda tvo nefúða hver. Þá hafa þau dreift þeim ým­ist til ein­stak­linga, stofn­ana eða skemmti­staða. Þetta seg­ir Sól­veig Gísla­dótt­ir, verk­efn­a­stýra frú Ragn­heiðar, í sam­tali við mbl.is.

Naloxón-nefúði er mót­efni við of stór­um skammti af ópíóíða og er notað sem neyðarmeðferð.

Nú er lyfið lyf­seðils­skylt en heil­brigðisráðuneytið hef­ur verið með það í vinnslu síðan í apríl í fyrra að koma lyf­inu í lausa­sölu. Helsta hindr­un­in felst í samn­ings­skuld­bind­ing­um markaðsleyf­is­hafa lyfs­ins í Nor­egi við þriðja aðila.

Heilsu­gæsl­ur gætu dreift lyf­inu

„Þetta er mjög mik­il­vægt skaðam­innk­andi inn­grip og við vilj­um sjá naloxón sem víðast og koma þessu sem mest í um­ferð,“ seg­ir Sól­veig og kall­ar eft­ir því að fleiri heil­brigðis­stofn­an­ir, eins og heilsu­gæsl­ur, flytji inn lyfið og það kom­ist þar af leiðandi í frek­ari um­ferð. 

„Ég myndi vilja sjá þetta aðgengi­legra á til dæm­is heilsu­gæsl­um, því þær hafa sama leyfi og við til að sækja um þetta og fá að dreifa þessu eins og við.“

Spurð hvort hún sjái fyr­ir sér ein­hverj­ar aðrar skaðam­innk­andi aðgerðir í mála­flokkn­um á meðan að beðið er eft­ir að naloxón kom­ist í lausa­sölu, seg­ir hún að það megi margt bet­ur fara í mála­flokkn­um. 

„Það þarf að leggja áherslu á að koma fólki í hús­næði og ör­uggt skjól, því allt of marg­ir glíma við heim­il­is­leysi til lengri tíma. Aðgengi að meðferðum verður að vera betra og boðið upp á fjöl­breytt­ari meðferðarúr­ræði sem henta breiðari hóp," seg­ir Sól­veig. 

Þá seg­ir hún að erfitt sé að kom­ast inn í all­ar meðferðir og af­vötn­un, sem sé mjög al­var­legt mál. 

mbl.is