Óskalisti íslensku sumarkonunnar

Óskalistinn | 4. júlí 2024

Óskalisti íslensku sumarkonunnar

Íslenska sumarkonan er komin á stjá. Hana er að vinna úti á landsbyggðinni, við árbakka og á fjöllum. Hægt er að rekast á hana í Friðheimum og á bensínstöðvum hringinn í kringum landið því Range Roverinn er ekki kominn á markað alrafmagnaður. Ef þú vilt vera til fara eins og hin eftirsótta íslenska sumarkona þá eru tillögur að varningi sem hún getur komið sér upp fyrir ævintýri sumarsins. 

Óskalisti íslensku sumarkonunnar

Óskalistinn | 4. júlí 2024

Íslenska su­mar­kon­an er kom­in á stjá. Hana er að vinna úti á lands­byggðinni, við ár­bakka og á fjöll­um. Hægt er að rek­ast á hana í Friðheim­um og á bens­ín­stöðvum hring­inn í kring­um landið því Range Rover­inn er ekki kom­inn á markað alraf­magnaður. Ef þú vilt vera til fara eins og hin eft­ir­sótta ís­lenska su­mar­kona þá eru til­lög­ur að varn­ingi sem hún get­ur komið sér upp fyr­ir æv­in­týri sum­ars­ins. 

Íslenska su­mar­kon­an er kom­in á stjá. Hana er að vinna úti á lands­byggðinni, við ár­bakka og á fjöll­um. Hægt er að rek­ast á hana í Friðheim­um og á bens­ín­stöðvum hring­inn í kring­um landið því Range Rover­inn er ekki kom­inn á markað alraf­magnaður. Ef þú vilt vera til fara eins og hin eft­ir­sótta ís­lenska su­mar­kona þá eru til­lög­ur að varn­ingi sem hún get­ur komið sér upp fyr­ir æv­in­týri sum­ars­ins. 

Su­mar­kon­an ilm­ar 

Mai­son Margiela Fra­grances er að gera gott mót með ilmi sína sem eru fyr­ir bæði kyn. Ilm­ur­inn REPL­ICA Jazz Club er kryddaður og ljúf­ur og hent­ar sér­lega vel fyr­ir ís­lensk­ar su­mar­kon­ur og fylgi­fiska þeirra. Ef þær eiga ung­lings­syni má gera ráð fyr­ir því að þeir stel­ist í ilm­inn. 

REPLICA Jazz Club ilmurinn frá Maison Margiela Fragrances fæst í …
REPL­ICA Jazz Club ilm­ur­inn frá Mai­son Margiela Fra­grances fæst í Stef­áns­búð og kost­ar 11.900 kr.

Pon­sjó

Það þurfa all­ar al­vöru su­mar­kon­ur að eiga eitt stykki pon­sjó til að hlýja sér þegar kvölda tek­ur. Þetta ullarpon­sjó er frá Far­mers Mar­ket og heit­ir Kata­nes. Pon­sjóið kost­ar 19.900 krón­ur 

Ullarponsjó frá Farmers Market.
Ullarpon­sjó frá Far­mers Mar­ket. Ljós­mynd/​Far­mers Mar­ket

Sum­arstíg­vél

Það er eng­in leið að ætla sér að vera í san­döl­um á sumr­in á Íslandi. Stíg­vél eru staðal­búnaður í öll­um garðpar­tí­um og úti­leg­um. Þessi flottu stíg­vél eru frá breska merk­inu Bar­bour. Þau fást í Kor­máki og Skildi og kosta 37.900 krón­ur. 

Stígvél frá Barbour.
Stíg­vél frá Bar­bour. Ljós­mynd/​Kor­mák­ur og Skjöld­ur

Hatt­ur

Það fer eng­inn í sum­arpartí án þess að taka með sér góðan og flott­an hatt. Hatt­ur­inn nýt­ist til að mynda vel þegar rign­ir og svo kem­ur slegið hárið bara svo miklu bet­ur út þegar maður er með hatt. Þessi hatt­ur er vatns­held­ur og úr þæfðri ull. Hann fæst í Líf­land og kost­ar 9.990 krón­ur. 

Ljós­mynd/​Líf­land

Fal­leg vínglös

Su­mar­kon­an er alltaf með eitt­hvað gott í glasi. Lífið henn­ar er líka aðeins skemmti­legra en fólks­ins í næsta húsi og þess vegna dug­ar ekk­ert hefðbundið Iittala-glas. Hún væri lík­leg til að drekka úr þessu glasi frá Hay sem fæst í Epal og kost­ar 5.950 krón­ur. 

Vínglös frá Hay.
Vínglös frá Hay. Ljós­mynd/​Epal

Sum­ar­bók­in

Það er al­gjört lyk­il­atriði að lesa eina skvísu­bók á sumr­in. Bók­in Vista­skipti eft­ir Beth O'­Le­ary fjall­ar um ung­an markaðsráðgjafa á frama­braut sem er send í leyfi eft­ir stór­brotið klúður í vinn­unni og fer í kjöl­farið út á land að heim­sækja Ei­leen ömmu sína og njóta löngu tíma­bærr­ar hvíld­ar. Bók­in fæst í Bóka­búð For­lags­ins og kost­ar 4.290 krón­ur. 

Seiðandi sólar­púður

Ef það er eitt­hvað sem ís­lenska su­mar­kon­an þarf þá er það sólar­púður til þess að fríska upp á sig. LANCÔME Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Trans­form­ing Bronz­ing pass­ar í hvaða snyrti­buddu sem er en svo er líka hægt að setja það í vas­ann á veiðijakk­an­um. Best er að bera það á sig var­lega þannig að það verði ekki of áber­andi skil í and­lit­inu. Íslenska su­mar­kon­an vill vera frísk­leg í fram­an - ekki eins og TikT­ok-slys. 

LANCÔME Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Transforming Bronzing.
LANCÔME Teint Idole Ultra Wear C.E. Skin Trans­form­ing Bronz­ing.

Hlé­b­arðabux­ur

Íslenska su­mar­kon­an elsk­ar hlé­b­arðamunst­ur og þess vegna þarf hún að eign­ast þess­ar bux­ur. Þær eru frá Neo Noir og fást í Galleri 17. 

Neo Noir Simona Leopard buxur fást í Galleri 17 og …
Neo Noir Simona Leop­ard bux­ur fást í Galleri 17 og kosta 15.296 kr.

Rúskinn­skápa

Íslenska su­mar­kon­an verður að eiga rúskinn­skápu. Þessi er frá Ralph Lauren og fæst í Mat­hilda. Hún kost­ar 249.990 kr. 

Ralph Lauren rúskinnskápa fæst í Mathilda og kostar 249.990 kr.
Ralph Lauren rúskinn­skápa fæst í Mat­hilda og kost­ar 249.990 kr.

Belti

Íslensku su­mar­kon­urn­ar eiga gott safn af flott­um galla­bux­um. Við all­ar flott­ar galla­bux­ur er nauðsyn­legt að eiga belti. Þetta belti er frá GinuTricot og kost­ar 4.795 krón­ur. 

Boho-belti fæst hjá Gina Tricot og kostar 4.795 kr.
Boho-belti fæst hjá Gina Tricot og kost­ar 4.795 kr.
mbl.is