Skaginn 3X á Akranesi gjaldþrota

Skaginn 3X gjaldþrota | 4. júlí 2024

Skaginn 3X á Akranesi gjaldþrota

Fyrirtækið Baader Skaginn 3X á Akranesi óskaði eftir því við dómara í gær að verða tekið til gjaldþrotaskipta og munu 128 starfsmenn fyrir vikið missa vinnuna. Þetta staðfestir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, við mbl.is. 

Skaginn 3X á Akranesi gjaldþrota

Skaginn 3X gjaldþrota | 4. júlí 2024

Fyr­ir­tækið Baader Skag­inn 3X á Akra­nesi óskaði eft­ir því við dóm­ara í gær að verða tekið til gjaldþrota­skipta og munu 128 starfs­menn fyr­ir vikið missa vinn­una. Þetta staðfest­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, við mbl.is. 

Fyr­ir­tækið Baader Skag­inn 3X á Akra­nesi óskaði eft­ir því við dóm­ara í gær að verða tekið til gjaldþrota­skipta og munu 128 starfs­menn fyr­ir vikið missa vinn­una. Þetta staðfest­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, við mbl.is. 

„Þetta er enn einn sorg­ar­dag­ur­inn sem við erum að ganga í gegn­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að þetta sé ígildi þess að 2.400 manna vinnustaður í Reykja­vík verði gjaldþrota.

Baader er þýskt stór­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í gerð mat­vinnslu­véla.

Vil­hjálm­ur seg­ir ástandið í at­vinnu­mál­um á Akra­nesi vera grafal­var­legt. „Við erum búin að ganga í gegn­um, við Ak­ur­nes­ing­ar, svo ofboðsleg­ar hremm­ing­ar í okk­ar at­vinnu­mál­um á liðnum árum að það nær engu tali,“ seg­ir hann og nefn­ir m.a. að bær­inn hafi misst all­ar sín­ar afla­heim­ild­ir.

Stjórn­völd séu að hluta til ábyrg fyr­ir ástand­inu. Nefn­ir hann sem dæmi að hvala­vertíðinni hafi verið slátrað. „Það er sama hvar maður stíg­ur niður fæti.“



mbl.is