Sumarlegt rabarbarasíróp með vanillu fyrir þig

Uppskriftir | 4. júlí 2024

Sumarlegt rabarbarasíróp með vanillu fyrir þig

Hinn auðmjúki rabarbari er heitasti ávöxturinn á Íslandi í dag og mikið hefur verið rætt um að hann sé vannýtt auðlind. Þá er best að skjótast út í garð og ná sér í nokkra stilka þar sem hann er að finna. Á Matarvefnum eru búnar að birtast nokkrar uppskriftir sem innihalda rabarbara, má þar nefna hjónabandssælu, Bennaköku og Móbergsrabarbarasultu. Við höldum áfram að bæta í sarpinn og koma með hugmyndir hvernig má nýta þennan dásamlega rabarbara.

Sumarlegt rabarbarasíróp með vanillu fyrir þig

Uppskriftir | 4. júlí 2024

Rabarbarasírópið má geyma í fallegum glerflöskum og skreyta í með …
Rabarbarasírópið má geyma í fallegum glerflöskum og skreyta í með borðum. Síðan er þetta líka falleg gjöf. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Hinn auðmjúki rabarbari er heit­asti ávöxt­ur­inn á Íslandi í dag og mikið hef­ur verið rætt um að hann sé vannýtt auðlind. Þá er best að skjót­ast út í garð og ná sér í nokkra stilka þar sem hann er að finna. Á Mat­ar­vefn­um eru bún­ar að birt­ast nokkr­ar upp­skrift­ir sem inni­halda rabarbara, má þar nefna hjóna­bands­sælu, Benna­köku og Mó­bergsra­barbara­sultu. Við höld­um áfram að bæta í sarp­inn og koma með hug­mynd­ir hvernig má nýta þenn­an dá­sam­lega rabarbara.

Hinn auðmjúki rabarbari er heit­asti ávöxt­ur­inn á Íslandi í dag og mikið hef­ur verið rætt um að hann sé vannýtt auðlind. Þá er best að skjót­ast út í garð og ná sér í nokkra stilka þar sem hann er að finna. Á Mat­ar­vefn­um eru bún­ar að birt­ast nokkr­ar upp­skrift­ir sem inni­halda rabarbara, má þar nefna hjóna­bands­sælu, Benna­köku og Mó­bergsra­barbara­sultu. Við höld­um áfram að bæta í sarp­inn og koma með hug­mynd­ir hvernig má nýta þenn­an dá­sam­lega rabarbara.

Ynd­is­lega rauðbleikt og sum­ar­legt

Næst er það rabarbaras­íróp sem stein­ligg­ur þegar þig lang­ar í góðan sum­ar­drykk. Það er hægt að nota sírópið út í kokteila eða setja góðan slurk út í sóda­vatnið með smá af nýkreist­um límónusafa út í til að gefa því frísk­andi sum­ar­bragð, eða smá­veg­is í freyðivíns­glasið. Þá verður freyðivínið svo fal­legt á lit­inn, ynd­is­lega rauðbleikt og sum­ar­legt. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Önnu Bjark­ar Eðvarðsdótt­ur, for­manns Hrings­ins en hún held­ur líka úti upp­skrift­asíðu sem ber nafn með rentu Anna Björk mat­ar­blogg. Upp­skrift­ina fann hún á ver­ald­ar­vefn­um og gerði að sinni.

Rabarbaras­íróp með vanillu

  • 250 g saxaður rabarbari
  • 1 bolli syk­ur
  • 2 msk. hun­ang
  • 2 boll­ar vatn
  • ¼ tsk. kanill
  • ¼ tsk. nýrifið múskat
  • ½ vanillu­stöng, fræ­in skaf­in út

Aðferð:

  1. Setjið saxaða rabarbar­ann í pott ásamt öllu hrá­efn­inu.
  2. Kljúfið vanillu­stöng­ina og skafið fræ­in úr á hníf og setjið í pott­inn ásamt hýðinu .
  3. Látið suðuna koma upp og leyfið að malla í 5-7 mín­út­ur., hrærið í blönd­unni af og til. Takið pott­inn af hit­an­um og látið maukið kólna al­veg niður.
  4. Síið síða rabarbar­ann frá síróp­inu, upp­lagt að nota hann t.d. út í jóg­úrt­ina eða ofan á osta­köku).
  5. Best er að sía sírópið, fyrst í gegn­um gróft sigti og síðan 2-3 sinn­um í gegn­um fínt sigti. Setjið síðan sírópið í flösku og geymið í kæli yfir nótt.
  6. Til að fá al­veg tært síróp er upp­lagt að sigta það aft­ur og henda botn­fall­inu.
  7. Nýtið síðan sírópið í það sem ykk­ur dett­ur í hug.
  8. Sírópið geym­ist í kæli í um það bil 2 vik­ur.
mbl.is