Kris Jenner með æxli

Kardashian | 5. júlí 2024

Kris Jenner með æxli

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner greindi frá því í raunveruleikaþættinum The Kardashians að hún væri með æxli á öðrum eggjastokknum. 

Kris Jenner með æxli

Kardashian | 5. júlí 2024

Kris Jenner.
Kris Jenner. mbl.is/AFP

Raun­veru­leika­stjarn­an Kris Jenner greindi frá því í raun­veru­leikaþætt­in­um The Kar­dashi­ans að hún væri með æxli á öðrum eggja­stokkn­um. 

Raun­veru­leika­stjarn­an Kris Jenner greindi frá því í raun­veru­leikaþætt­in­um The Kar­dashi­ans að hún væri með æxli á öðrum eggja­stokkn­um. 

Jenner var með fjöl­skyldu sinni í fríi í Asp­en þegar hún ákvað að segja frá veik­ind­un­um. „Mig langaði að segja ykk­ur eitt sem ég hef ekki sagt ykk­ur,“ sagði Jenner við börn­in sín þegar hún sett­ist niður með þeim. Sagði hún þeim því næst að lækn­ir hefði fundið lítið æxli á eggja­stokk hjá henni. 

„Ég finn fyr­ir mikl­um til­finn­ing­um þar sem þarna urðu börn­in mín til og þarna uxu þau, í mag­an­um á mér, þetta er mjög heil­ag­ur staður fyr­ir mér,“ sagði Jenner sem á sex börn. Hug­mynd­in um að fjar­lægja eggja­stokk­ana er Jenner erfið og í raun erfiðari en hug­mynd­in um að gang­ast und­ir hníf­inn. 

Hin 68 ára gamla Jenner sagði að þetta væri einnig merki um að hún væri orðin eldri og barneigna­hlut­an­um í líf­inu væri lokið. 

Kris Jenner er hér með þremur dætrum sínum en hún …
Kris Jenner er hér með þrem­ur dætr­um sín­um en hún á sex börn. AFP/​Jean-Baptiste Lacroix
mbl.is