Nokkrir lýst áhuga á Skaganum 3X

Skaginn 3X gjaldþrota | 5. júlí 2024

Nokkrir lýst áhuga á Skaganum 3X

Nokkrir aðilar hafa haft samband við skiptastjóra Skagans 3X og lýst áhuga sínum á öllu fyrirtækinu eða einstökum eignum þess.

Nokkrir lýst áhuga á Skaganum 3X

Skaginn 3X gjaldþrota | 5. júlí 2024

Akranes.
Akranes. mbl.is

Nokkr­ir aðilar hafa haft sam­band við skipta­stjóra Skag­ans 3X og lýst áhuga sín­um á öllu fyr­ir­tæk­inu eða ein­stök­um eign­um þess.

Nokkr­ir aðilar hafa haft sam­band við skipta­stjóra Skag­ans 3X og lýst áhuga sín­um á öllu fyr­ir­tæk­inu eða ein­stök­um eign­um þess.

„Þetta ger­ist alltaf í svona þrota­bú­um en það er ekk­ert sam­tal komið í gang við neinn ákveðinn,“ seg­ir Helgi Jó­hann­es­son lögmaður, sem tók við starfi skipta­stjóra í gær eft­ir að til­kynnt var um gjaldþrot fyr­ir­tæk­is­ins.

„Það er greini­legt að menn telja mik­il­vægt að þetta fyr­ir­tæki haldi áfram. Það er aug­ljós­lega mik­il­vægt fyr­ir Akra­nes­kaupstað og líka þenn­an bransa sem hef­ur notað fyr­ir­tækið í sína þjón­ustu,“ nefn­ir hann einnig, spurður út í stöðu mála.

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jó­hann­es­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Vilja koma eign­um í verð sem fyrst

Helgi hef­ur átt í sam­skipt­um við Íslands­banka sem er stór hags­munaaðili og á veðkröf­ur í eign­ir þrota­bús­ins.

Allt verði gert til reyna að koma eign­un­um í verð sem fyrst í heilu lagi.

„Það er stefnt að því að hafa hraðar hend­ur í að koma þessu upp á lapp­irn­ar aft­ur en það er allt háð því að bank­inn og aðrir kröfu­haf­ar spili með í því en það er ekk­ert sam­tal komið í gang eins og áður seg­ir,“ bæt­ir hann við. „Það þarf að liggja fyr­ir mjög fljót­lega hvað verður um þenn­an rekst­ur, upp á að missa ekki starfs­fólkið og viðskipta­sam­bönd­in eitt­hvað annað.“

128 manns störfuðu hjá fyr­ir­tæk­inu og eru um 100 þeirra bú­sett­ir á Akra­nesi.

Hleyp­ur á millj­örðum

Spurður út í upp­hæðir í tengsl­um við gjaldþrotið seg­ir Helgi að lýst sé eft­ir kröf­um en nefn­ir að upp­hæðirn­ar hlaupi á millj­örðum. Til að mynda nemi veðskuld­ir ásamt öðru yfir tveim­ur millj­örðum króna.

„Ég veit ekki ná­kvæm­lega hverj­ar kröf­urn­ar eru að baki en þetta eru stór­ar fjár­hæðir.“

mbl.is