Segir gjaldþrot Skagans vera áfall og skýtur á VG

Hvalveiðar | 5. júlí 2024

Segir gjaldþrot Skagans vera áfall og skýtur á VG

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir í færslu á facebook að gjaldþrot Skagans 3X sé áfall fyrir samfélagið á Akranesi. Sendir hann svo pillu á matvælaráðherra Vinstri grænna.

Segir gjaldþrot Skagans vera áfall og skýtur á VG

Hvalveiðar | 5. júlí 2024

Teitur Björn segir að það sé af ástæðu að barist …
Teitur Björn segir að það sé af ástæðu að barist er gegn fyrirætlunum ráðherra VG að banna hvalveiðar. mbl.is/Hallur Már

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, seg­ir í færslu á face­book að gjaldþrot Skag­ans 3X sé áfall fyr­ir sam­fé­lagið á Akra­nesi. Send­ir hann svo pillu á mat­vælaráðherra Vinstri grænna.

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, seg­ir í færslu á face­book að gjaldþrot Skag­ans 3X sé áfall fyr­ir sam­fé­lagið á Akra­nesi. Send­ir hann svo pillu á mat­vælaráðherra Vinstri grænna.

„Gjaldþrot Skag­ans 3X á Akra­nesi er reiðarslag. Mest fyr­ir þá starfs­menn sem nú eru í óvissu um lífsviður­væri sitt og framtíðarmögu­leika. En ekki síður er þetta áfall fyr­ir sam­fé­lagið allt á Akra­nesi,“ skrif­ar Teit­ur í færslu á face­book.

Deil­ir áhyggj­um Vil­hjálms

Hann kveðst deila þung­um áhyggj­um Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, af al­var­legri stöðu at­vinnu­lífs­ins á svæðinu.

„Það er af ástæðu sem bar­ist er gegn fyr­ir­ætl­un­um ráðherra VG að stöðva hval­veiðar á Íslandi. Það er af ástæðu sem þrýst er á úr­lausn­ir í orku­mál­um svo ekki þurfi að koma til frek­ari skerðinga á fram­leiðslu á Grund­ar­tanga og víðar vegna orku­skorts og veik­b­urða flutn­ings­kerf­is.

Hvað þá að við hætt­um að glutra niður marg­vís­leg­um tæki­fær­um til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar og verðmæta­sköp­un­ar af þeim sök­um,“ skrif­ar hann.

mbl.is