Þyngra en tárum taki

Skaginn 3X gjaldþrota | 5. júlí 2024

Þyngra en tárum taki

„Vonandi verða fundnir nýir eigendur að þessari starfsemi og ef það er eitthvað sem Akraneskaupstaður getur gert til að liðka fyrir því, þá látum við einskis ófreistað í þeim efnum,“ segir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar í samtali við Morgunblaðið.

Þyngra en tárum taki

Skaginn 3X gjaldþrota | 5. júlí 2024

Á annað hundrað hafa misst vinnuna á Akranesi síðustu daga.
Á annað hundrað hafa misst vinnuna á Akranesi síðustu daga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Von­andi verða fundn­ir nýir eig­end­ur að þess­ari starf­semi og ef það er eitt­hvað sem Akra­nes­kaupstaður get­ur gert til að liðka fyr­ir því, þá lát­um við einskis ófreistað í þeim efn­um,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son bæj­ar­stjóri Akra­nes­kaupstaðar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Von­andi verða fundn­ir nýir eig­end­ur að þess­ari starf­semi og ef það er eitt­hvað sem Akra­nes­kaupstaður get­ur gert til að liðka fyr­ir því, þá lát­um við einskis ófreistað í þeim efn­um,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son bæj­ar­stjóri Akra­nes­kaupstaðar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Á annað hundrað manns hafa misst vinn­una síðustu daga á Akra­nesi og tók stein­inn úr þegar Skag­inn 3X óskaði eft­ir gjaldþrota­skipt­um í fyrra­dag og munu því 128 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins missa vinn­una.

N1 hef­ur einnig sagt upp öllu starfs­fólki Skút­unn­ar, sem það á og rek­ur á Akra­nesi.

Vilja fund með skipta­stjór­an­um

Har­ald­ur seg­ir að bæj­ar­yf­ir­völd muni reyna að ná fundi sem fyrst við skipta­stjóra Skag­ans 3X. „Fyrst og fremst er að varðveita þenn­an mann­skap því að þekk­ing­in ligg­ur í mann­skapn­um, ekki slíp­irokk­un­um sem þarna eru,“ seg­ir hann.

„Þetta er þyngra en tár­um taki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bands­ins, um stöðuna.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is