Gjaldþrot setur ekki strik í reikninginn

Skaginn 3X gjaldþrota | 6. júlí 2024

Gjaldþrot setur ekki strik í reikninginn

Sólin skín og gífurleg stemmning ríkir í miðbæ Akraness þar sem Írskir dagar standa nú yfir. Hátíðin nær hápunkti sínum í kvöld en gert er ráð fyrir að um 6.000 manns taki þátt í dagskránni.

Gjaldþrot setur ekki strik í reikninginn

Skaginn 3X gjaldþrota | 6. júlí 2024

Vel heppnaðir fjölskyldutónleikar voru haldnir á fimmtudaginn.
Vel heppnaðir fjölskyldutónleikar voru haldnir á fimmtudaginn. Ljósmynd/Sunna Gautadóttir

Sól­in skín og gíf­ur­leg stemmn­ing rík­ir í miðbæ Akra­ness þar sem Írsk­ir dag­ar standa nú yfir. Hátíðin nær hápunkti sín­um í kvöld en gert er ráð fyr­ir að um 6.000 manns taki þátt í dag­skránni.

Sól­in skín og gíf­ur­leg stemmn­ing rík­ir í miðbæ Akra­ness þar sem Írsk­ir dag­ar standa nú yfir. Hátíðin nær hápunkti sín­um í kvöld en gert er ráð fyr­ir að um 6.000 manns taki þátt í dag­skránni.

Spurður út í hvernig stemmn­ing­in sé í bæn­um seg­ir Hjörv­ar Gunn­ars­son, ann­ar viðburðar­stjóri hátíðar­inn­ar: „Það er rosa­lega góð stemmn­ing í bæn­um, bara þannig að eft­ir því tekið hvað hún er góð. [...]. Svaka­lega gott veður, fullt af fólki niðri í miðbæ, alls kon­ar skemmti­atriði og bara biluð stemmn­ing.“

Von á 6.000 gest­um

Í vik­unni var sagt frá gjaldþroti Skag­ans 3X á Akra­nesi en því hef­ur verið lýst sem áfalli fyr­ir bæj­ar­fé­lagið. Spurður hvort þess­ar frétt­ir hafi ekki sett strik í reikn­ing­inn seg­ir Hjörv­ar svo ekki vera.

„Þetta eru nátt­úru­lega öm­ur­leg­ar frétt­ir en þær virðast ekki vera að hafa áhrif á stemmn­ing­una sýn­ist manni.“

Ýmsir viðburðir voru haldn­ir í bæn­um síðustu daga. Á fimmtu­dag voru til að mynda haldn­ir fjöl­skyldu­tón­leik­ar og götugrill í gær.

Hátíðin nær þó hápunkti sín­um í kvöld með brekku­söng og tón­list­ar­hátíðinni Lopa­peys­unni sem fagn­ar um þess­ar mund­ir 20 ára af­mæli. Hjörv­ar seg­ir viðbúið að um 6.000 manns sæki viðburðina.

„Við byrj­um 19:30 með brekku­söng sem Hreim­ur Örn Heim­is­son mun stýra og þegar hann klár­ast labb­ar fólk yfir á Lopa­peysu­svæðið og þar verður tón­list­ar­veisla fram eft­ir nóttu.“

Sér­lega glæsi­leg Lopa­peysa

Þá seg­ir Hjörv­ar Lopa­peys­una vera sér­lega um­fangs­mikla í til­efni stóraf­mæl­is­ins: „Þetta er al­veg sér­stak­lega stórt, svæðið er til dæm­is meira en tvö­faldað frá síðustu árum og all­ir helstu tón­list­ar­menn lands­ins koma fram.“

Þetta er fyrsta árið sem Hjörv­ar stýr­ir skipu­lagn­ingu Írskra daga en hann, ásamt Valdi­mar Inga Brynj­ars­syni, var ráðinn sem viðburðar­stjóri hátíðar­inn­ar í upp­hafi árs.

„Það er búið að vera mjög skemmti­legt. Mjög mörg horn sem hef­ur þurft að líta í en er bara að skila okk­ur í mjög skemmti­legri hátíð,“ seg­ir Hjörv­ar.

mbl.is