Gætu séð allt sem er í tölvunni

Netsvik | 8. júlí 2024

Gætu séð allt sem er í tölvunni

Fjarskiptafyrirtækinu Símanum hafa að undanförnu borist tilkynningar um svikahrappa sem þykjast hringja úr íslenskum símanúmerum. Þeir þykjast oft hringja frá Microsoft.

Gætu séð allt sem er í tölvunni

Netsvik | 8. júlí 2024

Guðmundur segir fólki að hafa varann á.
Guðmundur segir fólki að hafa varann á. AFP

Fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Sím­an­um hafa að und­an­förnu borist til­kynn­ing­ar um svika­hrappa sem þykj­ast hringja úr ís­lensk­um síma­núm­er­um. Þeir þykj­ast oft hringja frá Microsoft.

Fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Sím­an­um hafa að und­an­förnu borist til­kynn­ing­ar um svika­hrappa sem þykj­ast hringja úr ís­lensk­um síma­núm­er­um. Þeir þykj­ast oft hringja frá Microsoft.

„Mesta hætt­an er ef fólk hef­ur náð í hug­búnað því þá eru opnaðar dyr fyr­ir þessa óprúttnu aðila til að hafa aðgang að tölvu viðkom­andi,“ seg­ir Guðmund­ur Jó­hanns­son sam­skipta­stjóri Sím­ans í sam­tali við mbl.is.

Guðmund­ur seg­ir Sím­ann ekk­ert geta gert fyr­ir þá sem lenda í þessu, eins og að loka á síma­núm­er. Starfs­fólk Sím­ans geti þó ráðlagt fólki hvað beri að var­ast.

Meðal ann­ars seg­ir Guðmund­ur að ekki sé alltaf hægt að treysta síma­núm­era­birt­ingu. Þá hringi stór fyr­ir­tæki á borð við Microsoft, Face­book og Apple ekki í ein­stak­linga.

Eng­inn skaði skeður með því að svara sím­an­um

Hann bend­ir fólki einnig á að eng­inn skaði sé skeður þó fólk svari þess­um sím­töl­um eða eigi í sam­skipt­um við svika­hrapp­ana. Það geti ein­ung­is valdið tjóni ef fólk fari eft­ir ósk­um þeirra, eins og að sækja hug­búnað eða deila viðkvæm­um upp­lýs­ing­um. 

Guðmund­ur seg­ir mesta tjónið verða ef fólk fer að hlaða niður hug­búnaði.

„Fræðilega séð gætu þess­ir óprúttnu aðilar fylgst með og séð allt sem er gert í tölv­unni og þar með gripið lyk­il­orð fólks, korta­upp­lýs­ing­ar og alls kon­ar viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Guðmund­ur.

Ekki er þetta í fyrsta sinn sem svika­hrapp­ar þykj­ast hringja úr ís­lensk­um síma­núm­er­um að sögn Guðmund­ar en hann seg­ir netsvik­in koma í bylgj­um.

mbl.is