Tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Skaginn 3X gjaldþrota | 8. júlí 2024

Tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri Skagans 3X, segir mikinn áhuga á fyrirtækinu og að tilboð séu til skoðunar. 

Tilboð í Skagann 3X til skoðunar

Skaginn 3X gjaldþrota | 8. júlí 2024

Mikill áhugi er á Skaganum 3X.
Mikill áhugi er á Skaganum 3X. mbl.is/Sigurður Bogi

Helgi Jó­hann­es­son, skipta­stjóri Skag­ans 3X, seg­ir mik­inn áhuga á fyr­ir­tæk­inu og að til­boð séu til skoðunar. 

Helgi Jó­hann­es­son, skipta­stjóri Skag­ans 3X, seg­ir mik­inn áhuga á fyr­ir­tæk­inu og að til­boð séu til skoðunar. 

„Menn eru enn þá að hafa sam­band, meira að segja nýir aðilar. Það er greini­lega eitt­hvað að krauma en það er ekk­ert komið nægi­lega upp á yf­ir­borðið enn þá til að skýra frá,“ seg­ir Helgi í sam­tali við mbl.is.

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jó­hann­es­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Mikið áfall

Í síðustu viku var greint frá því að fyr­ir­tækið Baader Skag­inn 3X á Akra­nesi hefði óskað eft­ir því að verða tekið til gjaldþrota­skipta. 128 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins, þar af um hundrað sem búa á Akra­nesi, missa fyr­ir vikið vinn­una.

Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, sagði gjaldþrotið mikið áfall fyr­ir bæ­inn og kvaðst hann vona að nýir eig­end­ur myndu taka við rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

Mik­ill áhugi

Á föstu­dag­inn sagði Helgi í sam­tali við mbl.is að nokkr­ir hefðu lýst áhuga á öllu fyr­ir­tæk­inu eða ein­stök­um eign­um þess.

Spurður hvort fleiri hafi haft sam­band yfir helg­ina svar­ar Helgi því ját­andi.

„Það er greini­lega mik­ill áhugi á þessu því það er mikið hringt frá aðilum í brans­an­um, eins og kallað er. Það er mjög gott að heyra að það er áhugi en því lýk­ur ekk­ert fyrr en það er komið á blað og á borði. Það hafa komið til­boð sem eru í skoðun,“ seg­ir Helgi sem kveðst þó ekki geta greint frek­ar frá til­boðunum.

mbl.is