Varð full átta ára gömul

Edrúland | 8. júlí 2024

Varð full átta ára gömul

Fyrirsætan Cara Delevingne er búin að vera edrú í tæp tvö ár. Hún byrjaði ung að smakka áfengi og hélt að hugbreytandi efni hjálpuðu henni að takast á við lífið. 

Varð full átta ára gömul

Edrúland | 8. júlí 2024

Cara Delevingne er hætt að drekka.
Cara Delevingne er hætt að drekka. AFP

Fyr­ir­sæt­an Cara Deleving­ne er búin að vera edrú í tæp tvö ár. Hún byrjaði ung að smakka áfengi og hélt að hug­breyt­andi efni hjálpuðu henni að tak­ast á við lífið. 

Fyr­ir­sæt­an Cara Deleving­ne er búin að vera edrú í tæp tvö ár. Hún byrjaði ung að smakka áfengi og hélt að hug­breyt­andi efni hjálpuðu henni að tak­ast á við lífið. 

Deleving­ne opnaði sig um fíkni­vand­ann og ed­rú­mennsk­una í ný­legu viðtali að því fram kem­ur á vef ET. Fyr­ir­sæt­an sem er 31 árs drakk áfengi í brúðkaupi frænku sinn­ar árið 2001. „Ég varð drukk­in þann dag­inn,“ rifjaði hún upp en hún stalst í sopa af kampa­víni hjá gest­un­um. „Ég var átta ára. Það er brjálað að verða drukk­in á þeim aldri.“ Hin átta ára gamla Deleving­ne vaknaði þunn heima hjá ömmu sinni í brúðarmeyj­ar­kjól.

Þegar Deleving­ne varð heims­fræg fyr­ir­sæta fann hún fyr­ir kvíða og fíkni­vand­inn fór al­gjör­lega úr bönd­un­um. „Ég hélt að fíkni­efni og áfengi hjálpuðu mér að tak­ast á við lífið,“ sagði Deleving­ne. „En þau gerðu það ekki. Þau gerðu mig mjög leiða og mjög þung­lynda.“

Eft­ir að fyr­ir­sæt­an varð edrú finnst henni eins og hún hafi fengið styrk­inn sinn aft­ur. „Mér líður loks­ins eins og ég sé frjáls.“

Hún er þó stöðugt að vinna í ed­rú­mennsk­unni en á sinn hátt. „Ég kann vel við AA-fundi, ég fer á þá þegar ég get. Sumt fólk finnst ég ör­ugg­lega ekki fara nógu oft,“ sagði hún. „En ég geri þetta á minn hátt og þannig að þetta virki fyr­ir mig. All­ir eru ólík­ir. Þú get­ur farið millj­ón sinn­um og það virk­ar ekki. Sum­ir fara einu sinni og ganga út. Sum­ir sem þurfa ekki að fara, fara samt.“

Cara Delevingne er edrú og líður betur.
Cara Deleving­ne er edrú og líður bet­ur. AFP/​ARTURO HOL­MES
mbl.is