Segist standa við bakið á Skagamönnum

Skaginn 3X gjaldþrota | 9. júlí 2024

Segist standa við bakið á Skagamönnum

„Þetta er náttúrulega gríðarlegt áfall upp á Skaga út af gjaldþroti 3X og fleiru og við viljum sýna það mjög skýrt að við stöndum við bakið á Skagamönnum.“

Segist standa við bakið á Skagamönnum

Skaginn 3X gjaldþrota | 9. júlí 2024

Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, Haraldi Benediktssyni.
Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, Haraldi Benediktssyni. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er nátt­úru­lega gríðarlegt áfall upp á Skaga út af gjaldþroti 3X og fleiru og við vilj­um sýna það mjög skýrt að við stönd­um við bakið á Skaga­mönn­um.“

„Þetta er nátt­úru­lega gríðarlegt áfall upp á Skaga út af gjaldþroti 3X og fleiru og við vilj­um sýna það mjög skýrt að við stönd­um við bakið á Skaga­mönn­um.“

Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra, sem hef­ur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu við Akra­nes­kaupstað um að stuðla að því að hluti starfstöðva, sem heyri und­ir ráðuneytið og stofn­an­ir þess, verði á svo­kölluðum Sements­reit við Mána­götu 20. 

Við undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Sér­stak­lega mik­il­vægt

„Það er vilja­yf­ir­lýs­ing þar sem við lýs­um áhuga á að taka þátt í þess­ari stjórn­sýslu­bygg­ingu því við ætl­um að styrkja starf­sem­ina á Akra­nesi,“ seg­ir ráðherr­ann í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir ráðuneytið lengi hafa sýnt því áhuga að halda úti starfstöðvum á Sements­reit en það sé sér­stak­lega mik­il­vægt að gefa þau skila­boð í ljósi hópupp­sagna hjá 3X og starfs­fólki Skút­unn­ar - þjón­ustu­stöðvar N1.

Stefnt er að því að þar rísi bygg­ing sem rúmi ráðhús Akra­ness­kaupstaðar og mögu­lega fleiri stofn­an­ir Sveit­ar­fé­lags­ins.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að unnið verði að verk­efn­inu, auk Akra­nes­kaupstaðar, í sam­vinnu við önn­ur ráðuneyti, Fram­kvæmda­sýslu - rík­is­eign­ir og fleiri.

mbl.is